-Auglýsing-

Stálust í sjúkraskrá þjóðþekkts manns

 “Þetta mál er litið mjög alvarlegum augum innan Landspítalans,” segir Björn Zoëga, lækningaforstjóri Landspítalans, en við hefðbundið eftirlit varð uppvíst að um tugur starfsmanna þar hafði skoðað sjúkraskýrslur þekkts manns sem þar hafði leitað lækninga.

Verið er að rannsaka málið innan spítalans og segir Björn að þótt málið sé alvarlegt sé það gleðilegt að því leyti að það sýni að eftirlitskerfi spítalans með því hvort óviðkomandi aðilar séu að skoða sjúkraskrár sé virkt. Hann segir eftirlitið stöðugt en viti ekki til þess að mál svipuð þessu hafi áður komið upp.

-Auglýsing-

Í viðtali við DV, sem fjallað hefur um málið, sagði Niels Christian Nielsen, aðstoðarlækningaforstjóri spítalans, að af og til hafi komið upp að starfsmenn hafi brotið trúnað með því að stelast í upplýsingar sem þeir eigi ekkert með. Hann sagði einnig að fjöldi þeirra sem hefðu stolist í skrár þessa manns væri óvenju mikill og af því hefðu forsvarsmenn spítalans miklar áhyggjur. Björn segir að einhverjir starfsmannanna hafi getað gefið haldbærar skýringar á því að hafa skoðað upplýsingar um sjúklinginn. Niðurstaðna um málið sé að vænta skömmu eftir páska.

“Brotin eru ef til vill ekki þess eðlis að það þurfi að grípa til uppsagna,” segir Björn og vísar til nýlegra heimsfrétta af starfsmönnum spítala sem sagt var upp eftir að hafa selt upplýsingar um heilsufar poppstjörnunnar Britney Spears. “Það leikur ekki grunur á svo alvarlegum hlutum heldur virðist fyrst og fremst hnýsni hafa ráðið því að fólkið fór í þessar skrár,” segir Björn. Þau viðurlög sem hann segir spítalann hafa í þessu máli eru: “Ávítur, áminning, brottrekstur og kæra til lögreglunnar.”

- Auglýsing-

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir situr í nefnd sem vinnur að gerð nýs lagaákvæðis um nýja sjúkraskrá. Hann segir nauðsynlegt að hart verði tekið á því að fólk fari inn í sjúkraskrár án þess að eiga þangað erindi. “Ég vonast til þess að þetta hafi fælandi áhrif á starfsfólk,” segir hann og bætir við að sú þagnarskylda sem kveðið er á um í læknalögunum eigi við um heilbrigðisstarfsmenn. Hann segir að í nýjum ákvæðum sem nú er unnið að verði mun meiri aðgangsstýring. Frá Landlæknisembættinu geti fólk fengið áminningu og jafnvel verið svipt starfsleyfi. “Það er þung hegning en brotið er líka alvarlegt,” segir Matthías.

karen@frettabladid.is 

Fréttablaðið 20.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-