-Auglýsing-

Söngur hefur frábær áhrif á hjartað og andlega líðan

Þeir sem skipa Karlakórinn Heimi eru annálaðir fyrir lífsgleði og hressilegt skopskyn.

Íslendingar eru söngelsk þjóð og margir kórar starfandi í landinu. Söngnum fylgir gleði og hjartað tekur kipp. Það er því ekki vegi að rifja upp að rannsóknir sýna að söngur er góður fyrir hjarta þitt og hefur áhrif á andlega líðan.

Prófessor Graham Welch forstöðumaður tónlistarkennslu við Institute of Education, University of London, hefur rannsakað þróun og læknisfræðilega tengingu söngs í 30 ár og hann segir að heilsufarslegur ávinningur söngs sé bæði líkamlegur og andlegur.

„Söngur hefur líkamleg áhrif þar sem það er loftháð starfsemi sem eykur súrefni í blóðrásinni og þjálfar stóra vöðvahópa í efri hluta líkamans og jafnvel þegar við sitjum. Söngur hefur sálfræðilegan ávinning vegna jákvæðra áhrifa við að draga úr streitu og hefur áhrif á innkirtlakerfi okkar sem tengist skilningi okkar á tilfinningalegri líðan. Sálfræðileg áhrif eru einnig augljós hvort sem fólk syngur eitt eða í hóp vegna aukins skilnings og tilfinningu fyrir samfélaginu, tilheyra og deila með öðrum.“

-Auglýsing-

All for One

All for one er kór sem styður healing hearts sem starfað hefur síðan 1967 í Bretlandi. Talsmenn þeirra leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að syngja til að halda hjartanu þínu heilbrigðu.

Meðlimir kórsins standa reglulega fyrir „flash mob“ vítt og breytt þar sem kórfélagar bresta óvænt í söng og tilgangurinn að skemmta sjálfum sér og öðrum. Kórfélagar eru sannfærðir um að þetta sé eitt það besta sem þú getur gert fyrir hjartað. Lífsgleði njóttu.

- Auglýsing-

Hér fyrir neðan er skemmtilegt myndskeið sem sýnir vel þessar gleðisprengjur og uppátæki þeirra.

Söngur lengir lífið

Reglulegar raddæfingar geta jafnvel lengt lífið samkvæmt rannsókn sem unnin var af söngkonunni og raddþjálfanum Helen Astrid frá Helen Astrid söngakademíunni í London. „Söngur er frábær leið til að halda sér í formi af því að þú ert að æfa lungun og hjartað. Ekki bara það, líkaminn framleiðir vellíðunarhormónið endorfín sem þýtur um líkamann þegar þú syngur. Það er nákvæmlega það sama og þegar þú borðar gott súkkulaði. Góðu fréttirnar eru að með söngnum færð þú engar hitaeiningar!“

Söngur stuðlar jafnvel að lengra lífi samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Harvard og Yale Háskólanna sem sýndi að kórsöngur jók lífslíkur íbúa New Haven í Connecticut. Í skýrslu þeirra um niðurstöðurnar kom fram að þetta væri líklega vegna þess að söngur stuðlaði bæði að heilbrigðu hjarta og bættri andlegri líðan.

Í annarri rannsókn við háskólann í Kaliforníu kom í ljós að hækkun varð á ónæmissvörun í munnvatni af völdum próteinsins choristers eftir að sungin hafði verið flókin meistaraverk eftir Beethoven.

Tónlistin hefur áhrif á hjartsláttartíðni

Björn Vickhoff, sem leiddi rannsókn við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð um tónlist og vellíðan telur einnig að söngur hafi jákvæð áhrif á heilsu þinni. Rannsóknin hans sýndi fram á hvernig tónlistinn og uppbygging hennar hafði áhrif á hjartsláttartíðni félagsmanna kór.

„Söngur er góður fyrir heilsuna. Rannsóknir okkar benda til þess að söngurinn hafi góð áhrif á hjartað þitt. Mikil þörf er fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði svo sem langtíma áhrif söngs í kór á hjartaheilsu.“
Þannig að, haltu hjarta þínu heilbrigðu, andanum glöðum og haltu áfram að syngja. Það er góð hugmynd að syngja fyrir hjartað.

Hér fyrir neðan má sjá All for One kórinn syngja létta syrpu.

Þýtt og endursagt af vef helping hearts.

- Auglýsing -

Björn Ófeigs.

P.S. Ekki gleyma að læka við okkur á Facebook  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-