-Auglýsing-

Slæmur svefn hefur áhrif á hjartasjúkdóma hjá konum

iStock 000015336802XSmallSlæmur svefn getur haft slæm áhrif á þróun hjarta og æðasjúkdóma hjá konum samkvæmt rannsókn sem sagt er frá í vefútgáfu Daily Mail.

Í upphafi var farið yfir svefnvenjur og gæði um 700 manns í Bandaríkjunum og fimm árum seinna voru þær skoðaðar aftur. Rannsóknin leiddi í ljós að minna en sex klukkustunda svefn á nóttu og sérstaklega ef vaknað er of snemma, leiki umtalsvert hlutverk í bólgumyndun meðal kvenna með kransæðasjúkdóm.

-Auglýsing-

Samkvæmt frétt Daily Mail voru tengsl lítillar svefngæða og bólguþátta í karlmönnum ekki skoðuð í þessari rannsókn.

Niðurstöður rannsóknarinnar sem voru kynntar í vefútgáfu Journal of Psychiartatic Reserch, koma fram vísbendingar um hver tenging svefngæða er í þróun og framgangi hjarta og æðasjúkdóma hjá konum samkvæmt höfundum greinarinnar.

- Auglýsing-

“Það er vel þekkt að bólgur hafa forspárgildi þegar kemur að blóðrásarsjúkdómum“ segir aðalhöfundur greinarinnar Dr. Aric Prather, klínískur heilsusálfræðingur og aðstoðarprófessor í geðlæknisfræðum við University of California, San Francisco.
„Nú höfum við vísbendingar um að léleg svefngæði virðast leika stærra hlutverk en við héldum í langtíma aukningu á bólgum og geti ýtt undir neikvæðar afleiðingar sem oft eru tengdar við lélegan svefn.

Vísindamenn hafa þegar staðfest að að léleg svefngæði er áhættuþáttur í mörgum krónískum sjúkdómum þ.á.m. hjarta og æðasjúkdómum.

Allir þátttakendurnir í rannsókninni höfðu sögu um kransæðasjúkdóm. Eins og áður sagði voru þeir í upphafi spurðir út í og beðnir um að meta svefngæði sín og svo aftur fimm árum seinna.

Frekari rannsókna er þó þörf til að varpa frekar ljósi á tengingarnar þarna á milli.

Hér má sjá frétt vefútgáfu Daily Mail um málið.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-