-Auglýsing-

Sætuefni: Tvö hundruð sinnum sætara en sykur

Anna Sigríður Anna Sigríður Ólafsdóttir er dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands mætti í morgunútvarp rásar 2 og var fróðlegt að hlusta á hana eins og venjulega. Umfjöllunarefnið að þessu sinni var sætuefni.

Sætuefni er að finna á mjög víðu sviði matvæla, sælgætis og drykkja. Enn er margt óvíst um hvernig þau virka á líkamann og hvort þau eru skaðleg á einhvern hátt. Þetta eru efni eins og Aspartam, öðru nafni Nutrasweet, Xylitol, Sorbitol, Saccharine og Sucralose.

-Auglýsing-

Samt sem áður kaloríur

Nýjasta sætuefnið er Stevia sem er úr náttúrulegri efnum en hin og eiginlega tískuefnið í dag. Aspartam er hins vegar 40 ára gamalt og verksmiðjuframleitt og er tvö hundruð sætara en sykur. Sucralose er öðruvísi og yngra, það er upprunalega sykur en klórjónir eru hengdar utan á sykurinn og hann verður ómeltanlegur. Xylitol og Sorbitol er nefndir sykuralkóhólar og eru betri fyrir tennur enda finnst það mikið í vörum eins og hálstöflum og tyggjói. Sætuefni skilja samt eftir sig örlítið af kaloríum því þótt hann sé ómeltanlegur þá frásogast í meltingunni alltaf eitthvað.

- Auglýsing-

Ólíkar rannsóknarniðurstöður

Gervisykurinn er notaður í gosdrykki og önnur orkulítil eða sykurskert matvæli. Anna Sigríður Ólafsdóttir sagði í Morgunútvarpinu að með því að velja gerivsykur séum við að reyna að stýra hegðun okkar gagnvart mat. Það sé ekki einfalt að segja blátt áfram að hann sé óhollur. Það hefur undanfarna áraugi farið eftir því hver gerir rannsóknirnar hverju sinni hverjar niðurstöðurnar verða, eins og þegar Aspartam er prófað. Rannsóknir styrktar af framleiðendum gefa jákvæðari mynd af efninu en annars. Hún segir að magnið sem við innbyrðum sé mikilvægur þáttur og betra sé að borða lítið af hverri tegund af gervisykri eða viðhafa „áhættustýringu”, svo tungumál viðskiptanna sé notað.

Auka matarlyst – orsök og afleiðing

Rannsóknir sýna núna að það geti verið samband á milli áunninnar sykursýki – sykursýki 2 – og neyslu drykkja með sætuefnum. Hins vegar er spurningin hvort það sé beint af völdum sætuefnisins sem kallar á tiltekna svörun hjá líkamanum eða hvort það er upplifun neytandans á því hvort hann sé orðinn saddur eða ekki – hvort hann borðar öðruvísi vegna þess að hann drekkur sætan drykk með. Sætir drykkir, hvort sem er með sykri eða sætuefni ýta undir matarlyst og þannig verður að skoða lífstíllinn í samhengi við neyslu gervisykurs og sykurs almennt. Skoða þarf hvort að neysla sætuefnisins breyti hegðun okkar, t.d. að við leyfum okkur meiri óhollustu en ella „Til dæmis hefur sætuefnið áhrif á seddustjórnun sem veldur því að þú borðar öðruvísi og öll þessi hegðunarmynstur, lífsttílinn er afskaplega stór þáttur í því hvaða tengingar þú getur séð, hvað er orsök og hvað er afleiðing. Fólk sem kýs dietdrykki er til dæmis oft þyngra fyrir ” segir Anna Sigríður meðal annars um neyslu sætuefna.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-