Reykingastopp dregur verulega úr áhættunni á hjartasjúkdómum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Harvard háskólans en fjallað er um hana í tímariti Læknasamtaka Bandaríkjanna. Þar segir að mest dragi úr áhættunni hjá fólki sem ekki þjáist fyrir af sykursýki. En jafnvel hjá þeim hópi eru niðurstöðurnar jákvæðar.
Hætta á að bæta við sig þyngd um leið og viðkomandi hættir að reykja er þekkt staðreynd. Fyrri rannsóknir benda til að sá sem hættir að reykja þyngist að jafnaði um allt að tæp sex kíló á næsta hálfa árinu.
Hin nýja rannsókn náði til um 3.000 manns. Hún sýnir að þeir sem ná því að hætta að reykja í fjögur ár minnka líkur sínar á hjartasjúkdómum um 54%. Dr. James Meigs hjá læknadeild Harvard háskólans segir að nú sé engin spurning um að þeir sem hætti að reykja minnki verulega áhættuna á því að fá hjartasjúkdóma jafnvel Þótt þeir fitni fyrir vikið.
www.visir.is 14.03.2013