VÍSINDAMENN hafa borið saman tilfelli hjartaáfalla í Róm fyrir og eftir að reykingabann gekk í gildi á Ítalíu árið 2005. Samanburður rannsókna sem gerðar voru fyrir og eftir að bannið tók gildi leiddi í ljós að hjartaáföllum hafði fækkað um rúm 11% í aldurshópnum 35-64 ára.
Reykingabannið á Ítalíu nær til allra opinberra rýma eins og skrifstofa, verslana, veitingastaða, kráa og skemmtistaða. Af rannsókninni mátti sjá að reykingar höfðu dregist saman um rúm 4% hjá karlmönnum en um 0,2% hjá konum. Sala á sígarettum hafði jafnframt dregist saman um rúm 5%.
Vísindamennirnir leiddu líkur að því að þáttur óbeinna reykinga hefði haft mest áhrif á niðurstöðurnar, auk þess sem reyklausir vinnustaðir ýttu undir að starfsmenn hættu að reykja.
-Auglýsing-
Morgunblaðið 14.02.2008
-Auglýsing-