-Auglýsing-

Reiknivél til að meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum út frá lífstílsvenjum

Rannsakendur við Harvard School of Public Health (HSPH) hafa þróað svokallað „Healthy Heart Score“ eða Hjartaheilsu stuðul. Þessi stuðull er einföld aðferð þar sem einstaklingar geta áætlað hver hætta þeirra á að þróa með sér hjarta-og æðasjúkdóm næstu 20 árin er, byggt á einföldum lífstílsvenjum.

Þessi ókeypis vefkönnun gefur fólki einnig góð ráð um það hvernig þeir geta bætt stuðul sinn, og þannig minnkað hættuna, með því að innlima hjartaheilsuvænar venjur inn í sitt daglega líf. Þessa reiknivél má finna hér: https://healthyheartscore.sph.harvard.edu/

Stephanie Chiuve, rannsóknarfulltrúi við Department of Nutrition við HSPH og aðstoðarprófessor í læknisfræði við Harvard Medical School og Brigham and Women‘s Hospital, segir  að núverandi módel sem meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum séu flókin fyrir einstaklinga að finna útúr upp á eigin spýtur þar sem þau innihalda klíníska áhættuþætti eins og hækkað kólestról og blóðþrýsting. Þessi módel, sem eru oftast notuð hjá læknum, vanmeta oft byrði hjarta- og æðasjúkdóma á miðaldra fólk og konum sérstaklega. Hún segir einnig „Hjartaheilsu stuðullinn snýst um breytanlega áhættu sökum lífstíls, en það getur mögulega aukið vitneskju fólks um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hjarta- og æðasjúkdómum í gegnum lífstílsbreytingar fyrr í lífinu, á undan þróun klínískra áhættuþátta.“

Þrátt fyrir að vera algengasta dánarorsök og sjúkdómsástand Bandaríkjamanna, sem og alþjóðlega, þá eru hjarta- og æðasjúkdómar yfirleitt fyrirbyggjanlegir. Fólk sem er laust við klíníska áhættuþætti þegar það er miðaldra er í mjög lágri hættu á að þróa með sér sjúkdóminn þegar þeir eldast.

Þetta nýja módel var þróað með því að nota gögn frá 61.025 konum í rannsókn sem kallast „Nurses‘ Health“ sem og gögn 33.478 manna í eftirfylgdar rannsókn sem kallast „Health Professionals“, en þátttakendur voru lausir við króníska sjúkdóma árið 1986 og var fylgt eftir í 24 ár. Á rannsóknartímabilinu þá komu upp 3.775 tilfelli hjarta- og æðasjúkdóma (þar á meðal drep í hjartavöðva sem ekki olli dauða, banvænir hjarta- og æðasjúkdómar og blóðþurrðar (e. ischemic) heilablóðfall) í konum og 3.506 tilfelli hjá körlum.

Hjartaheilsu stuðullinn er byggður á níu mikilvægustu mataræðis og lífstíls þáttunum sem geta haft áhrif á hættu fólks til að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma á næstu 20 árunum. Þessir þættir eru: reykingar, hreyfing, þyngd, áfengisneysla, ávextir og grænmeti, gróft korn, hnetur, sykraðir drykkir, rautt kjöt og unnið kjöt.

Reiknivélin fylgir notendum í gegnum nokkrar spurningar um lífstílsvenjur, eins og „reykir þú sígarettur?“ og „á síðastliðnu ári, hversu oft að meðaltali, borðaðir þú einn skammt af ávöxtum?“. Notendur fá svo niðurstöður sínar í lokin, lágt skor (grænt) – sem er gott, miðlungs skor (gult) eða hátt skor (rautt) sem og mat á hverju atriði fyrir sig og ráð til að bæta sig. Til dæmis „prófaðu að fá þér ýmiskonar hnetur, t.d. möndlur, pistasíur og kasjúhnetur“. Þetta mat og þessi ráð er hægt að prenta út og eiga.

Samkvæmt Eric Rimm, prófessor í faraldsfræði og næringarfræði hjá HSPH og einum af rannsakendunum þá er þetta tæki það fyrsta sem notar stórar, vel framkvæmdar rannsóknir til að þróa tæki sem er fyrirbyggjandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum og auðvelt í notkun.

Þýtt og endursagt af vefsíðu Harvard Health.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....

Konur, kvíði og hjartasjúkdómar

Eins ótrúlega og það hljómar þá fara konur oft á tíðum verr út úr hjartavandamálum en karlar og þær virðast stundum lenda í því...
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-