-Auglýsing-

Of lítið salt hættulegra en of mikið

Fólk sem borðar lítið salt á frekar á hættu að deyja úr hjartasjúkdómum en þeir, sem innbyrða passlega eða of mikið af salti miðað við það sem ráðlagt er. Þetta sýnir ný bandarísk rannsókn sem vefmiðill Berlingske Tidendegreinir frá.

Mataræði og lífsstíll 8.700 Bandaríkjamanna var skráður og borinn saman við sjúkdóma og andlát í hópnum. Í ljós kom að dánartíðnin var 24% hærri hjá hópnum sem neytti minnst af salti en hjá meðaltalinu.

Mest áberandi var munurinn á dánartíðni þeirra sem þjáðust af hjarta- og æðasjúkdómum. Í þeirra hópi hefðu menn frekar búist við hærri dánartíðni hjá þeim sem borðuðu mest salt, þar sem saltneysla hefur áhrif á blóðþrýsting. Hins vegar kom í ljós að þeir hjartasjúklingar sem sneyddu hvað mest hjá salti voru í 80% meiri hættu á að deyja úr hjartasjúkdómum en aðrir. Í tölunum er tekið tillit til annarra áhrifaþátta, s.s. reykinga, háþrýstings og sykursýki.

-Auglýsing-

Ekki ástæða til að vera mjög hræddur við saltið

Að sögn danska næringarsérfræðingsins Susanne Gjedsted Bügel sem hefur skoðað rannsóknina, innbyrðir hópurinn sem um ræðir nánast ekkert salt, en bæði klór og natríum, sem í því er að finna eru lífsnauðsynleg manninum. Hún bendir enn fremur á að sami hópur er léttari en meðaltalið. Að auki neytir hann lítils kalíums, sem einnig getur valdið hjartasjúkdómum.

- Auglýsing-

Bügel segir almennt ekki ástæðu til að vera mjög hræddur við salt. Ekki skaði að draga úr saltneyslunni en erfitt sé að benda á ávinning af slíku fyrir fullfrískt fólk. Margar rannsóknir hafi hins vegar sýnt fram á að hægt sé að lækka blóðþrýsting með því að minnka við sig salt. Og samkvæmt fréttinni er enginn vafi á fylgninni milli háþrýstings og hjartasjúkdóma.

Morgunblaðið 07.06.2008 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-