HJÚKRUNARFRÆÐINGARNIR Ólafur Guðbjörn Skúlason á slysadeild Landspítalans og Hjördís Ósk Hjartardóttir á Vífilsstöðum segja að staðan sé skelfileg og verði af yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga minnki öryggi sjúklinga.
Ólafur bendir á að um 100 hjúkrunarfræðingar vinni yfirvinnu á Landspítalanum á dag og muni um minna. „Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Hjördís og segist hvorki vilja vera í sporum sjúklinga né aðstandenda, þegar gengið verði út.
-Auglýsing-
Morgunblaðið 01.07.2008
-Auglýsing-