-Auglýsing-

Óbeinar reykingar varasamar

Einstaklingar, sem lifað hafa af hjartaáfall, eiga frekari hjartavandamál á hættu ef að þeim beinast óbeinar reykingar, samkvæmt grískri rannsókn, sem gerð var við Harokopio-háskólann í Aþenu og frá var greint á Reuters nýlega.

Niðurstöður leiddu í ljós að 61% sjúklinga, sem lagðist inn á spítala eftir hjartaáfall eða ákafan brjóstverk, voru líklegri til að fá svokallaða bráðakransæðastíflu innan þrjátíu daga ef þeir voru innan um reykingafólk. Hættan á endurteknu áfalli er mest innan mánaðar frá hjartaáfalli og svo virðist sem sígarettureykur auki þá áhættu.

-Auglýsing-

Rannsakendur fylgdu eftir 2.172 sjúklingum, sem lagðir höfðu verið inn á sex sjúkrahús eftir hjartaáfall, en 46% þess fjölda sögðust verða fyrir óbeinum reykingum heima hjá sér eða á vinnustaðnum. 8% þeirra, sem ekki urðu fyrir óbeinum reykingum, fengu bráðakransæðastíflu innan 30 daga frá innlögn á móti 11% þeirra, sem bjuggu við óbeinar reykingar. Reykingamenn eru hinsvegar í tvöfaldri hættu miðað við þá, sem ekki reykja.

Morgunblaðið 14.03.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-