Verkefnisstjóri byggingar nýs háskólasjúkrahúss segir í yfirlýsingu að heildarkostnaður við verkefnið nemi 70 milljörðum á verðlagi febrúar 2008, eða sem svarar til 76,5 milljörðum króna á verðlagi 1. maí sl.
Rúmlega ársgömul kostnaðaráætlun, sem Viðskiptablaðið fékk nýlega, metur kostnaðinn hins vegar 97 milljarða króna á núvirði.
Viðskiptablaðið, sem hefur fjallað um kostnað við framkvæmdina undanfarna daga, hefur eftir Ingólfi Þórissyni verkefnisstjóra á vef sínum í dag að blaðið hafi fengið dýrari kostnaðaráætlunina “fyrir mistök.”
Í umfjöllun Viðskiptablaðsins síðustu daga hefur komið í ljós að kostnaðaráætlun fyrir byggingu sjúkrahússins gerir ráð fyrir mun meiri kostnaði en hingað til hefur verið kynnt. Blaðið segir frá því vef sínum í dag, að beiðni þess um ítarlegt kostnaðarmat fyrir nýtt háskólasjúkrahús hafi ekki enn verið tekin til greina. Blaðið segir að kostnaður við nýtt háskólasjúkrahús í Noregi, sem er talsvert minna en áformað sjúkrahús hérlendis, sé 120-130 milljarðar króna.
www.eyjan.is 28.05.2008