Bætt hefur verið við efni fyrir hjartavini, aðstandendur hjartafólks!
Það fyrsta sem ég set inn er dagbók sem ég skrifaði þegar Bjössi fór í hjartaaðgerð í júní 2004. Þetta var mjög merkileg lífsreynsla og þar sem þá þegar var orðinn til þessi draumur um vefsíðu með gagnlegum upplýsingum fyrir hjartasjúklinga og þeirra nánustu, þá ákvað ég að skrifa þetta allt niður til að eiga til þegar síðan færi í loftið
Ég vona að þessi dagbók verði ykkur gagnleg og upplýsandi því það er tilgangur hennar.
Ég er núna að vinna dagbók yfir ferð okkar til Svíþjóðar í fyrra þegar Bjössi fór í rannsóknir vegna væntanlegrar hjartaígræðslu. Vandinn er að hún var skrifuð í tölvu úti þar sem ekki voru íslenskir starfir á lyklaborðinu svo ég er að fara í gegnum hana og leiðrétta! Sú dagbók verður sett inn hér um leið og hún er tilbúin. Við erum svo á leiðinni aftur til Svíþjóðar á næstu vikum og þá held ég áfram að skrifa og stefnan er svo að skrifa dagbók þegar að hjartaígræðslunni kemur.
Það verða fleiri hlutir hér inni en bara dagbækur samt! Ég er að taka saman lista yfir bækur sem gott er fyrir hjartavini að lesa og einnig er ég í sífelldri leit að greinum og ekki síst fræðigreinum um hjartavini, líðan þeirra og aðstæður. Margt fleira er í skoðun. Þessi hluti síðunnar er í þróun og efni hennar og uppsetning mun breytast töluvert á næstunni.
Vonandi líkar ykkur vel 🙂
Kv. Mjöll
-Auglýsing-