fbpx
-Auglýsing-

Nýr læknir á Hjartamiðstöðinni

Nú í nóvember mun Þorbjörn Guðjónsson hjartalæknir hefja störf í Hjartamiðstöðinni Holtasmára 1 í Kópavogi.

Þorbjörn er sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Hann lauk embættisprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1992. Hann stundaði sérfræðinám við háskólasjúkrahúsið í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum 1995-2002. Hann starfaði sem sérfræðingur í hjartalækningum og kenndi við Háskólasjúkrahúsið í Madison og Monroe sjúkrahúsið í Wisconsin 2002-2006. Þorbjörn hefur starfað sem sérfræðingur í hjartalækningum við hjartadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss frá 2005 með megináherslu á kransæðasjúkdóma, kransæðaþræðingar, kransæðavikkanir og hjartabilun. Hann hefur verið aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands frá 2006 og tekið reglulega þátt í kennslu læknanema og unglækna. Hann starfaði sem hjartalæknir á Læknasetrinu í Mjódd 2005-2010. Þorbjörn hefur birt fjölda fræðigreina í erlendum vísindaritum.

Við óskum Þorbirni velfarnaðar á nýjum stað.

 

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-