-Auglýsing-

Neytendur kalla eftir transfitusnauðum matvörum

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem neyta matar sem inniheldur transfitusýrur yfir viðmiðunarmörkum eru í meiri hættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki 2. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að margir íslenskir framleiðendur nota nú minna af transfitusýrum í matvörur sínar eða transfitusýrulausar olíur.

Þær vörutegundir sem við bjóðum upp á eru í sífelldri vöruþróun. Við erum alltaf að reyna að gera betur og með aukinni vísindalegri þekkingu tekst okkur það,” segir Magnús Magnússon vöruþróunar-og markaðsstjóri hjá Frón sem framleiðir fjölmargar kextegundir en kex er einmitt ein þeirra matvara sem nefndar hafa verið þegar talað er um mikla notkun transfitusýra. “Það er skemmtileg tilviljun að einmitt þegar nú lifnar yfir umræðunni þá eru á allar vörur Fróns á markaði transfitusýrusnauðar.”

-Auglýsing-

Magnús segir margt hafa breyst frá því að danski prófessorinn Steen Stender mældi transfitusýrurnar í Póló-súkkulaðikexi Fróns en þeim tölum hefur einmitt verið haldið á lofti í umræðunni. Markaðsstjórinn segir þær gamlar. “Við erum þakklátir fyrir að fá að koma því á framfæri að í byrjun ársins 2004 var tekin sú ákvörðun að auka hollustu Frónvara, m.a. með því að hætta notkun transfitusýra en þá var þessi umræða innan fagsins. Það tekur hins vegar alltaf nokkuð lengri tíma að framkvæma ákvarðanir í jafnflókinni framleiðslu og matvælaiðnaði, bæði þarf að breyta framleiðsluaðferðum og eins þurfa birgjar að laga sig að breyttum aðstæðum og útvega ný hráefni. Við byrjuðum á því að nota transfitusýrulaust smjörlíki í Mjólkurkexið og Matarkexið því samsetning þess er tiltölulega einföld. Það tók nokkra mánuði að finna rétta jafnvægið en í lok ársins 2004 voru gæðin orðin góð og rétta bragðið komið. Það hefur því verið á markaði í tæp tvö ár og er transfitusnautt skv. dönsku löggjöfinni, þ.e. með minna en 2 gr. af transfitusýrum í hverjum 100 gr.

Við settum okkur síðan það markmið að allar vörur Fróns skyldu í lok ársins 2007 að mestu snauðar af transfitusýrum en við höfum ná markmiðinu nú þegar, í apríl, og erum auðvitað mjög ánægð með það. Þetta er það sem við viljum og neytendur einnig.”

- Auglýsing-

Heilsusinnaðir bakarar í Eyjum
Strákarnir hans Bergs Sigmundssonar, bakararnir Ívar Örn Bergsson og Sturla Bergsson, voru líka svolítið framsýnir. “Þeir eru báðir í heilsurækt og velta því mataræðinu mikið fyrir sér,” segir reynsluboltinn og bakarinn Bergur Sigmundsson en saman starfa feðgarnir í Vilberg kökuhúsi í Vestmannaeyjum og á Selfossi. “Transfitusýrur eru óhollar eins og fram hefur komið og við ákváðum, eftir að hafa íhugað málið vandlega og jafnvel þótt það væri örlítið dýrara, að breyta okkar framleiðsluháttum vegna heilsusjónarmiða. Við notum ekki lengur smjörlíki eða rúllusmjörlíki í baksturinn þar sem í því eru transfitusýrur heldur sólblómaolíu sem inniheldur engar. Við byrjuðum á því að baka brauðin okkar með þessum hætti en nú notum við sólblómaolíuna líka í sætabrauðið,” segir Bergur.

Eru transfitusýrur í brauði og sætindum eitthvað sem neytendur velta fyrir sér?

“Já, þeir eru að því og við fundum það greinilega þegar við auglýstum transfitusýrusnauð brauð og kökur, en auðvitað eru það ekki allir. Þetta er skref í þá átt að gera vöruna hollari og fyrir marga skiptir það máli og þeir vilja geta valið.”

Transfitusýrulaust snakk
Það voru vondar fréttir fyrir poppkornsaðdáendur að poppkorn í rannsókn Steen, keypt hér á landi, gæti innihaldið allt að 58,1 g transfitusýra í hverjum 100 g og sumir hafa kannski ákveðið að leggja það endanlega á hilluna. En það er nú ekki víst að þess þurfi. Fyrirtækið Iðnmark hefur í rúman áratug framleitt stjörnupopp og líka stjörnusnakk sem er transfitusýrusnautt. “Það er rétt að okkar popp og snakk er snautt af transfitusýrum. Það er minna en 1 g af transfitusýrum í hverjum 100 g í poppinu,”segir Sigurjón Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Iðnmarks. “Við framleiðslu poppsins notum við kókosolíu og sólblómaolíu og sérstaka framleiðsluaðferð þar sem eins lítil fita er notuð og mögulegt er. Óerfðabreyttur maís er poppaður í lofti sem er 200°C. Þá er olíu sem búið er að hita upp í 30° C úðað jafnt yfir poppið. Stjörnusnakk og Bónussnakk er snöggsteikt upp úr sólblómaolíu og því líka transfitusýrusnautt.

Þessar ágætu fréttir um minnkandi notkun transfitusýra í íslenskum matvörum eru jákvæðar en minna ber á að best er að gæta hófs í neyslu þessara matvara sem og annarra og gæta þess að heildarnæringargildi séu í samræmi við manneldismarkmið.

uhj@mbl.is

Morgunblaðið 26.04.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-