-Auglýsing-

Nánast engin bið eftir hjartaþræðingu

BIÐLISTI fyrir hjartaþræðingar á Landspítala er svo gott sem tæmdur, að því er kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðistölfræði. Þegar staða á biðlistum í október er borin saman við stöðu á biðlistum í október árin áður sést að listarnir hafa styst fyrir nær allar skurðaðgerðir.

Verulegur árangur hefur náðst varðandi biðlista vegna hjartaþræðinga, en hann var mjög langur á árunum 2007 og 2008. Biðlisti fyrir augnaðgerðir hefur einnig styst umtalsvert og eru um tólf hundruð einstaklingar sem bíða eftir aðgerð á augasteini. Þeir voru ríflega fimmtán hundruð á sama tíma í fyrra.

-Auglýsing-

Þá hefur biðtími vegna gerviliðaaðgerða á hné styst um 33 vikur en hann var 68 vikur í október á síðasta ári. Sautján vikna bið er eftir gerviliðaaðgerð á mjöðm en var 25 vikur á sama tíma í fyrra.

www.mbl.is 31.10.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-