-Auglýsing-

Myndi líklega mæla gegn bólusetningu karla undir þrítugu

Davíð O. Arnar Yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Mynd/Landspítalinn

Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 

Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.

-Auglýsing-

Til­vik hjarta­vöðva­bólgu og goll­ur­hús­bólgu eftir bólu­setn­ing­u við covid-19 komu upp hér á landi skömmu eftir að bólusetningar hófust árið 2021, aðallega meðal ungra karla.

Ekki hefur tekist að finna út hvers vegna þeir eru sérlega viðkvæmir fyrir henni.

- Auglýsing-

Hjartalæknir segir að hann myndi sennilega mæla gegn því að þessi hópur færi í bólusetningu í dag.

Sjúkdómum í hjartavöðva hjá ungum karlmönnum fjölgaði í kringum þriðju bólusetninguna. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar sem birt var fyrr á þessu ári.

Einkenni hjartavöðvabólgu eru brjóstverkir, aukin mæði og aukin hjartsláttaróþægindi.

Davíð Ottó Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, tók þátt í rannsókninni. Hann segir að í flestum tilfellum hafi sjúklingunum farnast vel án sérstaks inngrips.

Engin skýring hefur fundist á því hvers vegna karlmenn yngri en 30 ára eru sérstaklega viðkvæmir.

„Þessu hefur verið lýst annars staðar í heiminum og hvort þetta tengist bóluefninu eða sýkingu er óvíst.“

Það er vel þekkt að veirusýkingar eins og covid-19 geta farið í hjartað og valdið vægri hjartavöðvabólgu.

„Við höfum ekki fullrannsakað það en við tókum klárlega eftir því að það varð toppur á þessu um og eftir þriðju bólusetninguna. En síðan höfum við ekki orðið vör við þetta jafnvel þó að það hafi komið önnur bylgja í haust þá fannst okkur ekki bera á því að fólk væri að koma inn með brjóstverki eða aðra hjartavöðvasjúkdóma.“

Þetta gefi til kynna að bólusetningin sé orsökin fremur en veiran.

„Við myndum sennilega ekki mæla með því að þessi hópur færa í bólusetningu í dag. Það hefur verið talsverð umræða hverjir eiga að fá viðbótarbólusetningu. Þá er verið að horfa frá því að yngra fólk sé bólusett aftur en eldra fólk og þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma séu frekar í forgangi. Núna er erfitt að sanna þetta en við myndum fara mjög varlega í að mæla með bólusetningu fyrir þá einstaklinga sem höfðu fengið mögulegar afleiðingar af þeim. “

- Auglýsing -

Einkenni eru brjóstverkir, aukin mæði og hjartsláttaróþægindi. Í þessum tilfellum voru einkennin oftast brjóstverkur og mæði.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-