-Auglýsing-

Mörgum spurningum enn ósvarað

Gunnar Svavarsson, formaður verkefnisstjórnar nýs Landsspítala, vísar því á bug að ekki liggi fyrir nægir útreikningar til að hefja framkvæmdir fljótlega. Hagkvæmni þess að reisa nýjan spítala var rædd á opnum fundi Samtaka verslunar og þjónustu- og Samtaka heilbrigðisfyrirtækja í morgun.
Byggingaframkvæmdir við nýjan Landspítala – eða hátæknisjúkrahús – gætu hafist í haust gefi Alþingi grænt ljóst. Frumhönnun spítalans er í gangi og deiliskipulag á að vera tilbúið til umfjöllunar hjá borginni í febrúar. Ekki eru þó allir sammála um að þetta sé skynsamleg framkvæmd.

Á fundinum í morgun sagði Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, að allt of mörgum spurningum væri ósvarað. Útreikningar væru ónákvæmir og áhættuþættirnir of margir. Nú þyrftu menn að staldra við og setjast að reikniborðinu – en ekki teikniborðinu.

-Auglýsing-

Þá var þeirri spurningu varpað fram á fundinum hvort nýja sjúkrahúsið yrði mannlaust. Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Prima Care, benti á að á meðan fjármunum er varið í nýjan spítala blasi sá vandi við að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk flykkist til starfa í útlöndum.

„Nú er búið að eyða löngum tíma í að skipuleggja þessa nýju byggingu sem á að fara af stað með en heilbrigðisyfirvöld virðast ekki vera að skipuleggja það – eða hafa nokkurn áhuga á að skipuleggja það – hvaða sérmenntun íslenskir læknar eru að ná sér í og hvort þeir hafa áhuga á að koma með hana hingað til lands aftur. Þetta hefur áhrif á allar þær heilbrigðisstéttir sem koma til með að vinna inni á spítölunum vegna þess að þær fá þá ekki tækifæri til að vinna með okkar fremsta fólki,“ segir Gunnar Ármannsson.

- Auglýsing-

www.ruv.is 25.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-