-Auglýsing-

Minni hætta á æðakölkun síðar á lífsleiðinni ef ungar konur borða mikið af ávöxtum og grænmeti

Ávextir og grænmetiUngar konur sem borða mikið af grænmeti og ávöxtum minnka verulega líkur á æðasjúkdómum tuttugu árum síðar. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar.

Hins vegar virðast karlar ekki græða jafnmikið á grænmetis- og ávaxtaáti. Vísindamenn furða sig á þeirri niðurstöðu en rannsóknin var kynnt á ráðstefnu hjartalækna í Bandaríkjunum.

-Auglýsing-

Rannsóknin var byggð á gögnum frá 2.508 þátttakendum. Hún hófst á níunda áratugnum og var markmiðið að fylgjast með heilsufari 18-30 ára einstaklinga yfir langt tímabil.

Konur sem sögðust borða átta eða níu skammta af ávöxtum og grænmeti á dag er þær voru á þrítugsaldri voru samkvæmt niðurstöðunum 40% ólíklegri til að fá æðakölkun á fimmtugsaldri samanborið við þær sem borðuðu aðeins 3-4 skammta á dag.

- Auglýsing-

„Þetta staðfestir það að æðakölkun þróast á löngum tíma og að hægt er að hægja á henni með góðu mataræði snemma á lífsleiðinni,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Michael Miedema, sem er hjartasérfræðingur við Hjartastofnunina í Minneapolis.

Vísindamennirnir eru hins vegar ekki vissir af hverju sambærilegar niðurstöður koma ekki í ljós hvað varðar karlmenn. Talið er hugsanlegt að þátttaka þeirra í rannsókninni hafi ekki verið næg en aðeins 37% þátttakenda voru karlar.

Af mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-