fbpx
-Auglýsing-

Mestar líkur á hjartaáföllum á morgnanna

Morgnarnir virðast vera erfiðastir fyrir hjartað og þá helst mánudagsmorgnar.

Hjartað okkar er mikil undrasmíð en eins og með okkur flest á hjartað okkar sínar erfiðu stundir og þá er meiri hætta á því að við fáum hjartaáfall en í annan tíma. Þessar erfiðu stundir hjartans eru helst snemma á morgnanna og þá sérstaklega á mánudagsmorgnum.

Þetta segir Dr. Richard Krasuski hjartasérfræðingur á Cleveland klínikinu í Ohio við vefsíðuna WebMD.

Læknar hafa lengi vitað að það eru meiri líkur til þess að fá hjartaáfall snemma á morgnanna og er það vegna nokkurra þátta og aðstæðna sem skapast á þeim tíma.

Þessar aðstæður skapast vegna þess að streituhormónið Cortisol nær hámarki snemma að deginum. Þegar það á sér stað, geta hlutar af kólesteróli sem hefur byggst upp í æðakerfinu á löngum tíma losnað og blóðflæðið til hjartans getur stöðvast.

- Auglýsing-

Þegar bætt er við hækkuðum blóðþrýstingi og hækkuðum púls vegna streitunnar sem fylgir því að byrja nýja vinnuviku eftir helgina, ertu kominn með fullkomna uppskrift af mánudags-morgun hjartaáfalli.

Gott er að vera tímanlega á morgnanna og gefa sér tíma til að fá yfirsýn yfir daginn, draga andan djúpt og vera staðráðinn í því að láta streitu hins daglega lífs helst ekki ná til sín, þrátt fyrir að kannski þurfi að skafa bílrúður.

- Auglýsing -

Þess vegna er það mikilvægt að draga úr streitunni eins mikið og mögulegt er. Farðu í jóga, stundaðu hugleiðslu, stundaðu æfingar, göngur og hlátur er streitulosandi og eykur blóðfæði. Það er líka góð hugmynd að eyða meiri og fleiri gæðastundum með fjölskyldu þinni – hvað sem er sem virkar best fyrir þig.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook 

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-