Daníel Freyr Newton, 6 ára Hólmvíkingur, brosir breitt þessa dagana og það gera aðrir Hólmvíkingar líka. Daníel er nefnilega nýkominn heim eftir mikla hjartaaðgerð í Boston í Bandaríkjunum og er strax farinn að geta leikið sér úti.
Því fagna bæjarbúar sem hafa stutt vel við bakið á fjölskyldunni, að sögn móður Daníels, Jóhönnu Guðbrandsdóttur.
Daníel fæddist með hjartagalla sem uppgötvaðist strax á fæðingardeild Landspítalans.
-Auglýsing-
Í stað þess að fara með þann stutta heim fóru foreldrarnir með hann nokkurra daga gamlan á sjúkrahús í Boston og aftur þegar hann var þriggja mánaða til að láta víkka út ósæðarloku, að því er Jóhanna greinir frá. Í maílok var gerð viðameiri aðgerð á Daníel.
24 Stundir 05.06.2008
-Auglýsing-