Samkvæmt sérfræðingum er aukafita á mjöðmum, rassi og lærum holl og verndar hjartað, minnkar líkur á sykursýki og spornar við ýmsum efnaskiptavandamálum. Fita á afturenda er hollari en fita á maga segja sömu sérfræðingar, en fyrrnefndu gerðina er erfiðara að brjóta niður eða breyta.
Sérfræðingarnir sem halda þessu fram eru frá Oxford á Bretlandseyjum og kynna niðurstöður sínar í alþjóðlegu tímariti offitu sem heitir á frummáli International Journal of Obesity.
Í framtíðinni gæti vel farið svo að læknar bentu fólki á leiðir til þess að auka fitu kringum mjaðmir til þess að sporna við ofannefndum sjúkdómum en í dag eru dæmi um það að fólk sem hafi of litla fitu kringum mjaðmasvæði þjáist af efnaskipta-kvillum.
Sá sérfræðingar sem leiddi rannsóknina er doktor Konstantinos Manolopoulos en hann segir: „Það er lögun [líkamans]sem skiptir öllu máli og hvar á líkamanum fitan safnast. Fita í kringum mjaðmir og læri er holl en fita í kringum magann er slæm.“
Í fullkomnum heimi væri því mannfólkið með alveg sléttan maga, en nóg af fitu á neðri hluta líkamans. Manolopoulos viðurkennir þó að í flestum tilfellum fari fita á rassi og maga saman – annað hvort hafi fólk fitu á báðum stöðum eða hvorugum.
www.pressan.is 13.01.2009