-Auglýsing-

Leyndardómar Miðjarðarhafsmataræðisins

iStock 000017611364XSmallMargar rannsóknir hafa sýnt að Miðjarðarhafsmataræðið dregur úr líkum á langvinnum sjúkdómum, ekki síst hjarta-og æðasjúkdómum. En hvert er leyndarmál þessa mataræðis.? Hvaða þættir Miðjarðarhafsmataræðisins eru það sem draga úr hættu á hjartasjúdkómum og auka lífslíkur? Felst leyndardómurinn í ríkulegri neyslu á ólífuolíu, mikilli neyslu sjávarfangs, hlutfallslega lítilli kjötneyslu, mikilli neyslu grænmetis eða hóflegri víndrykkju? Þessu hafa sérfræðingar velt fyrir sér um árabil. Rannsóknir sem kynntar voru á nýlegu þingi sérfræðinga (EoroPRevent) í Róm kunna að hafa varpað einhverju ljósi á leyndardóm Miðjarðarhafsmataræðisins.

Meginuppsitaða Miðjarðarhafsmataræðisins eru ávextir, grænmeti, heilkorn, brauð, pasta, baunir, fræ, ólífur og ólífuolía. Trefjaneysla er því mikil. Einnig er lögð áhersla á neyslu fisks og sjávarfangs af ýmsu tagi, jógúrts, osta og hóflega eggjanesyslu. Hvað kjöt varðar er aðallega mælt með alífuglakjöti, neysla á rauðu kjöti er lítil og lögð áhersla á að það sé magurt. Hófleg víndrykkja tilheyrir Miðjarðarhafsmataræðinu, ekki meira en eitt vínglas á dag fyrir konur og tvö fyrir karla.

-Auglýsing-

Á  þinginu í Róm kynntu Francesco Sofi og samstarfsfólk hans við háskólann í Flórens á Ítalíu samantekt á 41 rannsókn á Miðjarðarhafsmataræðinu sem náði til 2.9 milljón manns. Niðurstöðurnar benda til þess að þeir sem halda sig við meginþætti þessa mataræðis geti búist við því að auka lífslíkur sínar um 9%, minnka hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum um 11% og minnka hættuna á krabbameinum um 5%.

Rannsóknarhópur Antoniu Trichopoulou við háskólann í Aþenu, í samvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO) notaði sérstakt tölfræðilíkan til að skoða hvaða þættir Miðjarðarhafsmataræðisins skiptu mestu máli í gríska hluta svokallaðrar EPIC rannsóknar. EPIC er alþjóðlegt verkefni sem hefur það markmið að skoða tengsl mataræðis, lífstíls og umhverfisþátta við tíðni krabbameina og annarra langvinna sjúkdóma.

- Auglýsing-

Niðurstaða Trichopoulou var sú að hófleg áfengisneysla útskýri 24% af þeim heilsufarsávinningi sem næst með Miðjarðarhafsmataræðinu. Lítil neysla kjötvöru skýrði 17% ávinningsins, ríkuleg neysla grænmetis 16%, ávaxta-og hnetuneysla 11%, hátt hlutfall einómettaðrar fitusýru (aðallega í formi ólífuolíu) 11% og ríkuleg baunaneysla 10%.

Ólíklegt er að sérfræðingarnir hafi hér með afhjúpað alla leyndardóma Miðjarðarhafsmataræðsins og ljóst er að ýmsu öðru þarf að huga. Bilið á milli hóflegrar og óhóflegrar áfengisneyslu er oft býsna lítið og margir telja Íslendinga eiga margt ólært í þessu efni. Þá er mikilvægt að hafa í huga aðra menningarlega þætti sem tengjast Miðjarðarhafsmataræðinu. Í Miðjarðarhafslöndunum er andrúmsloftið kringum máltíðir afslappað. Fólk gefur sér góðan tíma til að borða og máltíðirnar eru nýttar til samneytis við fjölskyldu og vini. Þetta styrkir fjölskylduböndin og dregur úr streitu.

Pistillinn er skrifaður af Axel F. Sigurðssyni hjartalækni sem heldur úti  www.mataraedi.is og www.docsopinion.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-