-Auglýsing-

Leið Landspítala til sátta

FORSTJÓRAR Landspítalans sögðu í gær að með ákvörðun sinni um að fresta breytingum á vaktafyrirkomulagi geislafræðinga og skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga til hausts væru þeir að rétta fram sáttarhönd í þeirri von að í málinu næðist sátt sem allir gætu unað við.

Öryggi allra og kröfur
Í máli Önnu Stefánsdóttur og Björns Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, kom fram að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hagsmuni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyrirkomulagið samrýmdist þeim kröfum sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

-Auglýsing-

Stjórnendum viðkomandi deilda var greint frá ákvörðuninni í gær og þeim falið að koma henni áfram til starfsmannanna, að sögn Önnu Stefánsdóttur.

Anna segir að tíminn til hausts verði notaður til samráðs við starfsmenn um vaktatímabreytinguna í þeirri von að farsæl niðurstaða fáist í málinu. Hún segist treysta því að nú muni allir leggjast á eitt og þeir sem sagt hafi upp dragi uppsagnir sínar til baka.

- Auglýsing-

Björn Zoëga tekur í sama streng. Hann segir að hugmyndin sé meðal annars að nota tímann til hausts til að veita hjúkrunarfræðingum þjálfun í aðgerðum sem þeir hafi ekki sinnt en muni sinna eftir breytingarnar.

Uppsagnirnar miðast við 1. maí og því lítill tími til stefnu. Björn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist.

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl

Morgunblaðið 29.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-