fbpx
-Auglýsing-

Lambalæri á diskinn minn

Þó að grillvertíðinn sé byrjuð er ekki víst að viðri allstaðar vel á landinu til að fíra upp í grillinu áður en Júróvísion skemmmtuninn byrjar í köld kl.1900. En hvað sem því líður þá er það löngu ljóst að lambakjötið okkar er sérlega gott kjöt fyrir okkur hjartafólk og skemmtilegt að matreiða hvort heldur sem er á grilli eða í ofni.

Í þessum þætti fer Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari meðal annars yfir það hvernig best er að undirbúa lambalærið og það sem er mikilvægt og margir lenda í vanda með, hvernig á svo að skera að lokinni eldun. Aldeilis frábær þáttur frá Kjarnafæði og þar sem það er mögulegt er góð hugmynd að grilla læri í kvöld. Heiðalambið frá Kjarnafæði er kryddað lambalæri en í kryddblöndunni eru villtar íslenskar kryddjurtir eins og blóðberg, birkilauf, aðalbláberjalyng og einir sem eiga einkar vel við íslenska lambakjötið. Lambakjötið passar vel fyrir okkur hjartafólk enda leitun að jafn hreinni og náttúruvænni afurð.

Fyrir 5-7

1 beinlaust lambalæri

3-4 hvítlauksgeirar, skornir í 4 báta hver

2 msk bbq krydd

1 dl bbq sósa

- Advertisement -

Skerið göt á lærið með hníf með jöfnu millibili og stingið hvítlauknum í götin. Kryddið lærið að innan og utan með bbq kryddinu. Vefjið hreinum blómaskreytingavír þétt utanum lærið. Þræðið lærið á grilltein og látið snúast á milliheitu gasgrillinu í 1 ½ -2 klst. Penslið lærið 2-3 sinnum með bbq sósunni síðustu 10 mínúturnar. Ef þið eruð ekki með grilltein má setja lærið á grillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitt hvoru megin við lærið. Snúið lærinu reglulega.

Látið lærið standa í 10-15 mín við stofuhita. Takið vírinn af lærinu og berið það fram með t.d. kryddsmjörinu, grilluðum kartöflum og grænmeti.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu.

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-