-Auglýsing-

IE finnur erfðavísi sem tengist hjartaáfalli

Vísindamenn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og bandarískir vísindamenn tilkynntu í dag, að þeir hefðu fundið breytileika í erfðavísi, sem tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Uppgötvunin er talin geta nýst í greiningu og meðferð á hjartasjúkdómum.

Breytileikinn fannst við erfðavísarannsókn á Íslandi og einnig við samanburð á erfðavísum afkomenda Evrópubúa í þremur borgum í Bandaríkjunum. Fram kemur á heimasíðu Íslenskrar erfðagreiningar, að yfir 20% rúmlega þeirra 17 þúsund manna, sem tóku þátt í könnuninni, hafi tvö eintök af þessum breytta erfðavísi. Hætta á að þessir einstaklingar fái hjartaáfall er 60% meiri en hjá öðrum.

-Auglýsing-

Þá bendir rannsóknin til þess, að erfðabreytileikinn hafi áhrif á það hvort menn fái hjartaáfall ungir eða gamlir. Áhættan er tvöfalt meiri hjá fólki undir fimmtugu og sextugu sem hefur tvö eintök af afbrigðinu en hjá þeim sem er ekki með breytileikann.

Ritgerð um rannsóknina birtist í dag á vefsíðu vísindaritsins Science og mun birtast síðar í prentútgáfu blaðsins.

- Auglýsing-

Vísindamenn ÍE hófu rannsóknina með því að skrásetja erfðavísa stórs hóps íslenskra hjartasjúklinga. Fyrirtækið áformar að tengja þessar niðurstöður við aðrar erfðafræðilegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhættuþáttum sem tengjast hjartaáföllum og búa til greiningarpróf. Segist fyrirtækið telja, að sé hægt að greina meðfædda áhættuþætti geti einstaklingar og læknar þeirra brugðist við með markvissari hætti og einnig kunni það að geta nýst við þróun lyfja.

Íslensk erfðagreining 

mbl.03.05.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-