-Auglýsing-

Hvað var Landlæknir að hugsa?

gagnagrunnur.jpgMér þóttu það afar merkileg tíðindi þegar ég las um það í Fréttablaðinu í síðustu viku að landlæknir hafi lagt fram rangar upplýsingar sem notaðar voru til grundvallar breytinga á lögum um lyfjagagnagrunn.
Í gögnum Landlæknis var talað um að 30 ára geymsla upplýsinga væri sambærileg við það gerist í löndunum í kring um okkur.

Persónuvernd hefur nú kannað málið og komist að þeirri niðurstöðu að slíkar upplýsingar eru hvergi geymdar svo lengi  nema í Noregi  þar sem þær eru geymdar í dulkóðuðum grunni. Í okkar tilfelli er verið að tala um gagnagrunn sem er persónugreinanlegur og það finnst mér  ekki ásættanlegt.

-Auglýsing-

Í grein Fréttablaðisins segir meðal annars. “Við teljum að þetta sé ekki í samræmi við grundvallarreglur um meðalhóf í meðferð svo viðkvæmra upplýsinga,” segir Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar. Hún segir að samkvæmt þarfagreiningu sem fram fór fyrir nokkrum árum eigi að duga að geyma upplýsingarnar í þrjú ár til að fylgjast með misnotkun á lyfjum. Sé vilji til þess að geyma upplýsingar lengur í vísindaskyni sé hægt að gera gagnagrunninn ópersónugreinanlegan eða finna aðrar leiðir til að tryggja öryggi upplýsinganna.

Í nefndaráliti meirihluta heilbrigðisnefndar um breytingar á lyfjalögum kemur fram að samkvæmt umsögn Landlæknisembættisins séu gögn í sambærilegum gagnagrunnum á hinum Norðurlöndunum varðveitt í 30 ár. Persónuvernd kannaði lagaumhverfi gagnagrunna á Norðurlöndunum, og komst að því að þetta á ekki við rök að styðjast.

- Auglýsing-

Ég verð að segja það að Landlæknir kemur mér sífellt á óvart þó svo ætti kannski ekki að vera. Sjálfur hef ég þurft að leita til landlæknis eftir umsögn vegna læknamistakamáls sem ég lenti í og eftir að hafa farið í gegnum það ferli þá finnst mér það ekki traustvekjandi tilhugsun að aðgangurinn að upplýsingum úr lyfjagrunninum séu háð leyfi landlæknis.

Þið verðið bara að afsaka það en ég ber ekki það traust til Landlæknis að mér finnist þetta ásættanlegt. Ég spyr, hvað í ósköpunum hefur landlæknir að gera við upplýsingar um lyfjakaup einstaklinga í þrjátíu ár og það ekki dulkóðaðar. Ég kaupi ekki skýringuna um aukaverkanir sem geti komið fram áratugum seinna.

Mér finnst það afar gleðilegt að persónuvernd geri athugasemdir við vinnubrögð Landlæknis  og fari fram á að þessum lögum verði breytt sem sett voru á röngum forsendum. Ég ætla bara rétt að vona að ég þurfi ekki standa í því líkum útistöðum við embættið að þeir sjái ástæðu til þess að líta á hvaða lyf ég hef verið að taka síðustu áratugina.

Þetta byggir enn frekar undir þá skoðun mína að talsmaður sjúklinga er eitthvað sem verður að fara að sjást hér á þessu landi.

Kerfið og gagnagrunnar eru nauðsynlegir í sumum tilfellum en ég treysti ekki kerfinu til að geyma þær upplýsingar ódulkóðaðar í 30 ár.

Aðstoðarlandlæknir sá ástæðu til að koma með athugasemd við fréttina og pistilinn minn og birtist hún hér 

Reykjavik 10.08.2008

 

Björn

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-