Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnendur Landspítala að fresta strax fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeildum. Flestir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar spítalans ætla að hætta um mánaðarmótin ef ekkert verður að gert. Í tilkynningunni segir að búast megi við að neyðarástand skapist gangi hjúkrunarfræðingarnir út.
Þá skorar stjórn félagsins á stjórnendur Landspítalans að leita samstarfs við hjúkrunarfræðinga um mögulegar breytingar á vaktafyrirkomulaginu svo starfsfriður komist á.
-Auglýsing-
www.ruv.is 22.04.2008
-Auglýsing-