Hjólað fyrir hjartað í kvöld

Þeir Árni og Tryggvi leiða hópin „Hjól fyrir hjartað“

Það er gaman að segja frá því að síðastliðinn þriðjudag mættu 10 hjólreiðagarpar við aðalinngang Fjölskyldu og Húsdýragarðsins og hjóluðu fyrir hjartað með þeim Árna og Tryggva.

Það er gleðilegt að fólk skuli koma með og taka þátt, allir á sínum hraða og getu. Þess vegna er gott að hafa tvo sem leiða hópinn því þá er mögulegt að hafa mismikinn hraða allt eftir því sem passar. Eins og kemur fram í pistli hér á síðunni er sumarið góður tími til að breyta venjum og hjól eru stórkostlegt tæki til að njóta útiveru.

En semsagt í kvöld kl. 19:30 hittumst við fyrir utan aðalinngang Fjölskyldu og Húsdýragarðsins og það væri frábært að sjá ykkur sem flest.

Munið að þetta er eru ferðir sem passa fyrir alla og tekið er fullt tillit til getu hvers og eins.

Hjólum fyrir hjartað 😊

Auglýsing

Björn Ófeigs.