fbpx
-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað 2021

Það er gaman að segja frá því að þriðja sumarið í röð ætlum við hér á Hjartalif.is að hjóla fyrir hjartað. Þetta hefur verið sérlega skemmtilegt verkefni en fyrsta sumarið 2019 fór svolítið í að finna út hvort undirritaður gæti yfir höfuð hjólað á rafhjóli.

Valur Rafn markasstjóri TRI verslun sem er umboðsaðili CUBE á Íslandi ásamt undirrituðum.

Hugmyndin kviknaði vorið 2018 en sumarið 2019 þá fékk ég lánað CUBE rafhjól frá hjólreiðaversluninni TRI við Suðurlandsbraut í einn mánuð. Tilgangurinn var í stuttu máli sá að finna út hvort ég hjartabilaður og með gangráð/bjargráð myndi yfir höfuð ráða við að hjóla á rafhjóli.

Niðurstaðan var sú að þetta var gerlegt og þessi tegund af rafhjóli passaði vel fyrir mína líka. Mjög auðvelt er að stýra því hversu mikla aðstoð maður fær frá mótornum og kosturinn sá að alltaf þarf að snúa pedölum sem tryggir að það er ekki bara útivera heldur líka hæfileg hreyfing, þrátt fyrir að viðkomandi hafi kannski ekki fullkomið þrek.

Sumarið 2020 byrjuðum heldur seinna en lagt var upp með út af dálitlu sem hefur stjórnað heimsbyggðinni síðastliðið árið. En við rúlluðum af stað 2 júlí í fyrra þegar ég fékk nýtt rafhjól og byrjaði að hjóla af fullum krafti. Ég byrjaði rólega og bætti jafnt og þétt í bæði tíðni hjólatúra og vegalengdina sem ég hjólaði. Sem dæmi hjólaði ég í allann vetur á nagladekkjum og hef notið þess að láta vindi leika um andlitið.

Rafhjól henta fólki með skerta getu fullkomlega

- Auglýsing-

Það er engin spurning að rafhjól henta hjartafólki afar vel og í raun öllum þeim sem eiga í einhverjum heilsufarsvandamálum eins og stoðkerfisvanda svo dæmi sé tekið. Ég er búinn að hjóla rúma 4000 km á þessum 11 mánuðum og er ég mjög stoltur af því. Líkami minn hefur styrkst, andleg líðan mín er betri og sjálfstraust aukist til muna. Þetta er afar merkilegt því ég hafði ósköp lítið getað gert í ein 17 ár vegna hjartabilunar. Göngur hentuðu mér illa þar sem ég fékk mikla stoðkerfisverki við göngu. Það var því mikil himnasending að finna að hjólreiðar á rafhjóli hentuðu mér svo fullkomlega.

Því má bæta við þetta að þegar ég hjóla um bæinn er ég algjörlega verkjalaus og er það dásamleg tilfinning.

Samstarfsaðilar mikilvægir

Það er líka gaman að segja frá því að auk reiðhjólabúðarinnar TRI sem er umboðsaðili fyrir CUBE rafhjól og leggur okkur til hjólið er Garmin búðin með okkur í liði og notum við tæki frá þeim til að skrásetja ferðir okkar og fylgjast með hjartslætti og fleira þessháttar. Auk þess er 66 norður í okkar liði og leggur okkur til hluta af fatnaði. ÞAð er ljóst að án þess að hafa þessa aðila með okkur í lið væri þetta ekki framkvæmanlegt.

Við þetta má bæta að ég er á Strava þar sem hægt er að fylgjast með ferðum mínum auk þess sem til er hópur á Strava á vegum Hjartalif.is sem ber nafnið „Hjólað fyrir hjartað“. Fyrir þá sem eru að hjóla hvet ég til þess að fólk skrái sig því það er sérlega gaman að geta skoðað nánar ferðirnar sem maður er að fara. Einn áhugaverðasti möguleikinn með Strava er að geta fylgst með hjartanu á meðan verið er að hjóla. Sem dæmi þá læt ég hjartsláttinn hjá mér stjórna því hversu mikla aðstoð frá mótor ég nota og passa vel upp á að vera innan þeirra marka sem æskileg teljast.

Að lokum

Við gerum ráð fyrir því að vera sýnileg um Stór Reykjavíkusvæðið flesta daga í sumar auk þess sem við stefnum að því að hjóla hér og þar um landið og helst fá fólk til að hjóla með okkur einn hring eða svo. Nákvæmlega hvernig við stöndum að þessu verður tilkynnt síðar.

Á ferðum mínum um bæinn er ég er vel merkur hjartalif.is og „hjólað fyrir hjartað“ þannig að það ætti ekki að fara framhjá neinum sem verður á vegi mínum. Ég fagna hverjum þeim sem tekur mig tali eða vill hjóla með mér. Hægt er að hafa samband við mig á netfangið bjorn@hjartalif.is

Með von um að hjólasumarið 2021 verði okkur hagstætt og túrarnir verði margir og ánægjulegir.       

Björn Ófeigs.

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-