-Auglýsing-

Hjartavinir og líffæragjafir

Eins og lesendur okkar hafa væntanlega tekið eftir þá höfum við verið að þróa hjarta.net og bæta við efni. Það er gleðilegt að segja frá því að síðustu viku eru heimsóknir yfir 1000 auk þúsunda flettinga á síðunni.

Þetta er mikil aukning og sýnir glögglega þörfina fyrir upplýsingasíðu sem þessa. Síðan er almenn þ.e. almennar upplýsingar um hjartað og hjartasjúkdóma en horft er töluvert til hjartabilunar.

En hjarta.net er líka persónuleg þar sem að hluti af efni síðunnar byggir á okkar eigin reynslu. Undir liðnum hjartavinir var sett dagbók frá því ég fór í “Dor” aðgerðina í júní 2004. Það er skemmst frá því að segja að við höfum fengið gríðarlega mikið af viðbröðum frá lesendum og það gefur okkur mikið.
 
Í tilefni af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi síðustu daga um líffæragjafir vil ég vekja athygli að við erum með umfjöllun um líffæragjafir á hjarta.net.  
Við erum meðal annars tengil inn á heart-transplant.co.uk sem að John Fisher í Bretlandi heldur úti en hann fékk grætt í sig hjarta árið 2000. Síðan hans er tileinkuð minningu Stevens Tibbey sem var hjartagjafin.
 
Heimasíðan hans Johns hefur að geyma hans frásögn auk frásagna fjölda annara sem annaðhvort hafa þegið líffæri eða aðstandendur þeirra sem að gefið hafa líffæri.
 
Þetta er mjög áhugaverð síða og lætur engan ósnortin.
 
Enn og aftur vil ég hvetja fólk til að senda okkur línu ef það er eitthvað sem við getum gert betur eða fólk hefur efni sem það vill koma á framfæri. Við mundum fagna því að fá reynslusögur fólks.
 
Bjössi
-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-