Ökumenn á Akureyri ráku upp stór augu í morgun þegar rauð hjörtu blöstu við þeim í umferðarljósum bæjarins. Uppátækið er liður í undirbúningi fyrir hátíðina Ein með öllu… og allt undir, sem fram fer á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Margrét Blöndal framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að hugmyndin að þessu hafi komið til hennar í gegnum ættmenni sem búsett séu í Brussel. Hún segir að það sé ekki nóg að segjast ætla að vera elskulegur, maður þurfi að haga sér þannig líka og þessu uppátæki sé ætlað að gefa tóninn fyrir Verslunarmannahelgina.
www.ruv.is 31.07.2008