Hjartagátt opnuð á ný vegna álags

Úr myndasafni LSH
Úr myndasafni LSH

Hjarta­gátt Land­spít­al­ans var opnuð í gær­kvöldi eft­ir að um tveggja vikna lok­un vegna verk­falls Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga. Ákveðið var að opna deild­ina vegna mik­ils fjölda sjúk­linga sem leitaði á spít­al­ann vegna bráðra hjarta­vanda­mála.

Ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall hjúkr­un­ar­fræðinga hófst 27. maí síðastliðinn og hef­ur það því staðið yfir í rúm­ar tvær vik­ur. Alla­jafna er hjarta­g­átt­in opin alla virka daga en í vet­ur hef­ur álagið stund­um verið svo mikið að nauðsyn­legt hef­ur þótt að hafa hana opna um helg­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um ligg­ur ekki fyr­ir hvort deild­inni verði lokað að nýju ef dreg­ur úr álag­inu. Mikið er að gera á spít­al­an­um og um klukk­an rúm­lega tíu í morg­un biðu marg­ir á bráðamót­tök­unni eft­ir þjón­ustu.

Af vef mbl.is

DEILA
Fyrri greinSáttin
Næsta greinHjartalíf og hugarvíl
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.