Hjartagátt í Fossvogi til 3 ágúst (myndskeið)

Bráðaþjónusta Hjartagáttar Landspítala fluttist frá Hringbraut á bráðadeild í Fossvogi (bráðamóttakan) í 4 vikur frá og með föstudeginum 6. júlí 2018. Opnað verður aftur föstudaginn 3. ágúst. 
Ástæða þessa er skortur á hjúkrunarfræðingum. Hvorki hefur tekist að ráða nægilega margt fólk til sumarafleysinga né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan er rætt um breytingarnar við Karl Andersen yfirlækni Hjartagáttar og Jón Magnús Kristjánsson yfirlækni bráðalækninga: