Hjartagátt verði opin um helgar frá og með september

Landspítali
Landspítali

Í dag var tilkynnt á vef stjórnarráðsins að opna ætti Hjartagátt Landspítalans um helgar til að bregaðst við álagi og fráflæðivanda LSH en ekki kemur fram hvenær þessi breyting tekur gildi.

Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir hjartafólk, fækkar flækjustigum og bætir þjónustu við hjartasjúklinga.

Undanfarin ár hefur Hjartagátt Landspítalans aðeins verið opin virka daga, þótt ítrekað hafi þurft að opna hana um helgar vegna mikils álags.

Horft er til þess að með samfelldri þjónustu Hjartagáttarinnar alla daga vikunnar megi stytta legutíma hjartasjúklinga, bæta flæði sjúklinga frá bráðamóttöku og síðast en ekki síst auka öryggi sjúklinga með bráð hjartavandamál.

Uppfært: Í upp­haf­legu frétt­inni kom fram að Hjarta­gátt­inn yrði opnuð um helg­ar nú er komið í ljós að stefnt er að helgaropn­un frá og með sept­em­ber. Opn­un­ar­tím­inn var aðeins lengd­ur til miðnætt­is á föstu­dög­um núna.

Sjá tilkynningunna í heild sinni hér