Hjartagangráður

Medtronic-MicraSumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef hjartsláttur er hægur eða ef um hjartsláttarhlé er að ræða en bjargráður er þá fyrir hraðan hjartaslátt og aðrar hjartsláttartruflanir sem geta jafnvel leitt til hjartastopps.

Hjartagangráður er græddur í þegar truflanir verða í leiðslukerfi eða vegna bilunar í náttúrulegum gangráði hjartans, sínus hnúti. Afleiðingar truflana geta orðið óeðlilega hægur hjartsláttur eða hjartsláttarhlé.

Hjartagangráður hefur ekki áhrif á hraðan hjartslátt ólíkt því sem er með bjargráð en bjargráðnum er ætlað að meðhöndla of hraðar og lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Allir bjargráðar eru einnig með gangráðstækni sem grípur inn í starfsemi hjartans ef hjartsláttur verður of hægur.

Einkenni hægtakts geta verið yfirlið, svimi, magnleysi, mæði og brjóstverkur. Hjartagangráðurinn er settur undir húð fyrir neðan viðbeinið, oftast hægra megin. Stungið er í bláæð undir viðbeini og gangráðsleiðslur færðar í hægri gátt og slegil.

Hjartagangráður er minni en eldspýtustokkur og rafhlöður hans duga í 5–10 ár. Þegar skipt er um rafhlöður fer það fram eins og ígræðsla hjartagangráðs en oftast þarf fólk ekki að liggja inni yfir nótt nema skipta þurfi um gangráðsvíra. Á LAndspítalanum er nú farið að græða agnarsmáa gangráða í fólk sem er komið fyrir í hjartavöðvanum.

Aðgerðin er gerð á hjartaþræðingastofu spítala og tekur um það bil eina klukkustund. Þessari aðgerð fylgir lítil áhætta. Þó er hugsanleg hætta á loftbrjósti, sem oftast er auðvelt að meðhöndla. Leiðslur sem settar eru í hjartað geta færst úr stað og þarf þá að laga þær í nýrri aðgerð sem fyrst. Einnig getur blætt frá skurðsári og aukaslög komið frá hjarta.

Auglýsing

Heimild: Af vef Landspítala Háskólasjúkrahúss

Tengt efni: Bjargráður