-Auglýsing-

Hetjusaga fjórtán ára drengs

1253140 89205175Það segir frá því í Daily Mail að 14 ára gamall drengur sem féll á hjóli sínu endaði með því að þurfa að fara í fimm opnar hjartaskurðaðgerðir á einu ári eftir að skoðun eftir fallið leiddi í ljós að hann var í bráðri lífshættu.

Hin fjórtán ára gamli Keith Ssewamala var eins og hver annar fjórtán ára unglingur sem datt af hjólinu sínu þegar hann var að leika við félaga sína.

-Auglýsing-

Það sem hefði átt að vera lítlsháttar bylta endaði með því að Keith fékk brjóstverki og við nánari athugun kom í ljós að hann var með gúlp (aneurysm) á hjartanu.

Á meðan gúlpurinn sem var á vinstri slegli hjartans var fjarlægður með góðum árangri, hrakaði heilsu hans og hann byrjaði að kasta upp blóði og missa sjón.

- Auglýsing-

Keith sem er frá Brixton í suðurhluta Lundúna var fluttur með hraði á Evelina barnasjúkrahúsið eftir að hann fékk krampa.

Læknar uppgötvuðu að hann þjáðist af Takayashu ateritis, sjúkdómi sem herjar helst á konur á miðjum aldri. Sjúkdómurinn er svo sjaldgæfur að líkurnar á því að ungir drengir fái hann eru tvær milljónir á móti einum.

Þetta ástand veldur bólgum sem fyrst og fremst skemma ósæðina og getur leitt til hindrana eða þrenginga í slagæðum, valdið háum blóðþrýstingi og að lokum leitt til hjartabilunar eða heilablóðfalls.

Afleiðingin af þessu ástandi var sú að Keith þurfti að gangast undir fimm opnar hjartaskurðaðgerðir auk annarra smærri inngripa á aðeins einu ári.

Haft er eftir Keith „Ég átti ekki von á því að þurfa að fara í fimm opnar hjartaskurðaðgerðir á einu ári – ein var nógu slæm – en ég vissi að ég gæti komist í gegnum þetta og aðgerðirnar myndu gera mig betri. Að fara í gegnum þetta allt saman hefur sannfært mig enn frekar um að leggja mig fram um að ná árangri í lífinu og láta gott af mér leiða.
Þeir uppgötvuðu sjúkdóminn þegar ég datt af hjólinu og segja að kannski hafi fallið af hjólinu komið þessu af stað“.

Keith býr nú með móðir sinni Monicu sem er 36 ára segir að hann hafi eigi fjölskyldu sinni og læknum mikið að þakka.

Nú þegar hann hefur jafnað sig hefur hann stofnað sjóð sem hefur þann tilgang að hjálpa öðrum hjartveikum börnum.

Keith féll af hjólinu sínu 2008 og er ennþá í meðferð vegna sjúkdóms síns en hann fær sprautur í hverri viku á á Great Ormond Street sjúkrahúsinu.

Hann segir „ ég er heppinn að eiga foreldra sem er umhugað um hamingju mína. Mér hefur orðið ljóst að það hafa ekki öll börn fjölskyldu og skyldmenni eins og ég, en ég er mjög þakklátur þeim fyrir stuðninginn“.

Móðir hans segir að hún sé afar stolt af því að sonur hennar hélt áfram að brosa í gengum allar aðgerðirnar. Hún greindi frá því að á sjúkrahúsinu hafi Keith alltaf, Þegar hann gat farið fram úr rúminu til að hitta önnur börn, hann vildi sjá hvernig þeim liði og tala við þau.
Keith hefur verið svo hugrakkur frá því hann féll af hjólinu, en hún er sannfærð um að fallið hafi leyst hjartasjúkdóminn úr læðingi af stað.

- Auglýsing -

Hún sagði jafnframt að Keith verði að taka stera en ástand hans fer stöðugt batnandi. Hann er svo ákveðinn í að hjálpa öðrum börnum þannig að við höfum stofnað sjóð í þeim tilgangi.

Að lokum bætti hún því við að Evelina barnaspítalinn hefur verið frábær í að hjálpa Keith að berjast við hjartasjúkdóminn. Læknarnir og hjúkrunarfólkið eru alveg frábær í hvert skipti sem við komum þangað.

Einn af ráðgefandi barnahjartalæknunum Prófessor Qureshi, sem stýrt hefur meðferðinni á Keith sagði „Keith hefur verið greindur með Takayashu arteritis, sjaldgæfan sjúkdóm sem herjar aðallega á fullorðnar konur.
Sjúkdómurinn lýsir sér með bólgum í stærstu slagæðum líkamans, ósæð og helstu greinum hennar. Það hefur tekið okkur fjögur ár að greina sjúkdóminn en ástand Keiths heldur áfram að batna“.

Keith vonast eftir því að hann geti farið í skóla og heimsótt sjúkrahús til að veita öðrum innblástur auk þess að halda áfram að vinna að draumnum sínum sem er að verða leikari. Hann leitar nú að stuðningsaðilum um allt land til að til að vekja athygli á málstaðnum .

„Ummönnunin sem ég fékk á Evelina var meiriháttar, læknarnir, hjúkrunarfólkið og allir sem komu að voru mjög skemmtilegir og hjálplegir. Ég vil að önnur hjartveik börn fái rétta ummönnun og stuðning líka, sem er ástæðan fyrir því að ég stofnaði sjóðinn.

Hér er svo slóðin á sjóðinn sem Keith stofnaði :  www.keithheartfoundation.org

Eins og ég sagði í upphafi er greinin þýdd upp úr grein sem birtist á vef DailyMail og hér má sjá greinina í heild sinni ásamt myndum.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-