Í gærdag afhenti Guðmundur Bjarnason formaður Hjartaheilla Magnúsi Péturssyni forstjóra LSH bréf þess efnis að samtökin vilji tryggja að komið verði upp þriðja hjartaþræðingartækinu. (Sjá mynd) Fyrir aftan þá standa, f.v.: Ásgeir Þór Árnason, Sveinn Guðmundsson, Guðmundur Þorgeirsson og Gestur Þorgeirsson.
Í bréfi samtakanna segir að efnt verði til landssöfnunar undir merkjum Hjartaheilla og stefnt að því að safna 50 milljónum kr. Allt það fé sem safnast umfram áðurnefndar 25 milljónir kr. mun einnig renna til hjartalækningadeildar LSH.
Tímamóta Hjartaheilla verður minnst með margvíslegum hætti í ár. Fyrir það fyrsta verður lögð áhersla á að kynna starfsemi og hlutverk samtakanna sem felst helst í forvarnarstarfi og velferðarmálum ásamt fræðslu um hjartasjúkdóma. Einnig munu samtökin beita kröftum sínum að átaki til að stórbæta aðstöðu heilbrigðisþjónustunnar svo að hún verði enn betur í stakk búin til að sinna mikilvægu hlutverki sínu í þágu þeirra sem þurfa til hennar að leita.
Hjartaheill hefur því leitað eftir samstarfi við LSH varðandi hvers konar fræðslu- og forvarnarstarf auk þess sem mælst er til þess að efnt verði til ráðstefnu á afmælisdegi samtakanna.
Morgunblaðið 27.02.2008