-Auglýsing-

Heilsuverndarstöðin kemur að opnun HL-stöðvar á Nesvöllum

Á  aðalfundi Hjartaheilla þann 5. janúar 2008 var undirritaður samningur milli Hjartaheilla, Átaks og Heilsuverndarstöðvarinnar  um samstarf þessara aðila um  stofnun HL-stöðvar að Nesvöllum.  Slík HL-stöð gefur sjúklingum sem gengist hafa undir aðgerð vegna hjartasjúkdóms  eða þurfa af annarri ástæðu endurhæfingu vegna hjarta-eða lungnasjúkdóms kost á að stunda hana í heilsulindinni að Nesvöllum sem verður rekin af ofangreindum aðilum.

Á Nesvöllum í Reykjanesbæ er verið að byggja þjónustumiðstöð fyrir íbúa Reykjanesbæjar með áherslu á þjónustu fyrir eldri borgara. Íbúðir og raðhús ætlað eldri borgurum eru að rísa á svæðinu í kring og munu íbúarnir njóta góðs af nálægð við þjónustumiðstöðina. Þar á fólk að geta notið lífsins með fjölbreytta nærþjónustu innan seilingar.

-Auglýsing-

Sjúkraþjálfunin Átak mun flytja að Nesvöllum með sína starfsemi í mars n.k. Stöðin hefur sérhæft sig í almennri sjúkraþjálfun, ýmis konar hópþjálfun og almennri heilsurækt. Stöðin hefur frá upphafi verið með svokallaða HL hópa en það eru smáir hópar fólks sem koma í endurhæfingu í kjölfar hjartaaðgerða, áfalla eða annarra sjúkdóma í hjarta, lungum eða æðakerfi. Við flutninginn er ætlunin að byggja upp fullbúna HL stöð sem er rekin undir eftirliti hjartasérfræðings og í samvinnu við Hjartaheill. Ennfremur er fyrirhugað að opna almenna líkamsræktarstöð með  áherslu á heilbrigðan líffsstíl og forvarnir gegn hjarta-og æðasjúkdómum sem aðalmarkmið.

Hjartaheill á Suðurnesjum hafa það að markmiði að efla forvarnir og aðstoða þá sem verða fyrir hjartaáföllum, en ýmislegt bendir til þess að tíðni hjartasjúkdóma sé hærri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Hjartaheill hefur ásamt Heilsuverndarstöðinni boðið upp á áhættumælingar fyrir almenning undanfarin ár og hafa vel á annað þúsund manns þegið slíkt áhættumat. Hjartaheill mun verða bakhjarl HL stöðvarinnar með því að aðstoða við að útvega ýmis tæki sem þarf til verksins.

- Auglýsing-

Markhópur HL stöðvarinnar verður fólk sem er 40 ára og eldri og þá sérstaklega það fólk sem hingað til hefur ekki lagt í að fara á almennar líkamsræktarstöðvar eða hefur hug á að auka hreyfingu sína til heilsueflingar. Boðið verður upp á hámarks þolpróf og heilsufarsskoðun hjá hjartasérfræðingi sem og æfingaráætlun undir eftirliti sjúkraþjálfara. Að auki verður boðið upp á ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara, meðferðir af ýmsu tagi og nudd.

Með þessum samningi styrkist heilsulind Nesvalla enn frekar og  þjónustan eykst en slíkt er til hagsbóta fyrir íbúa Nesvalla og  alla eldri borgara Reykjanesbæjar.

www.heilsuverndarstodin.is 08.01.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-