Grillþættir á hjartalif.is

Okkur til mikillar gleði þá er brostið á með sumarblíðu sem þýðir bara eitt, það er kominn tími á grill. Af þessu tilefni höfum við á hjartalif.is tekið höndum saman með Kjarnafæði með því að sýna ykkur frábæra grillþætti á næstu vikum. Um er að ræða þætti sem áður hafa verið sýndir á ÍNN.

Í þáttunum fer súperkokkurinn Úlfar Finnbjörnsson fimum fingrum um grillið og töfrar fram dýrindismat. Þættirnir eiga það allir sameiginlegt að aðalhráefni þáttanna er lambakjöt en eins og alþjóð veit þá er íslenska lambakjötið hrein náttúruafurð. Lambakjötið passar vel fyrir okkur hjartafólk enda leitun að jafn hreinni og náttúruvænni afurð.

Góða skemmtun og verði ykkur að góðu.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook