Grænt te er upprunið í Asíu þar sem þess hefur verið notið og neytt um aldaraðir. Á síðustu árum hefur grænt te notið meiri og meiri vinsælda í hinum vestræna heimi og ekki af ástæðulausu.
Kínverjar hafa lengi talið þennan magnaða drykk gera heilsunni gott og nú hafa komið fram frekari sannanir sem styðja þessar fullyrðingar.
Læknar við Athens medical School hafa birt grein í European Journal of Cardiovascular Preventation and rehabilitation sem er afar áhugaverð lesning og leiðir væntanlega til þess að margir snúi sér að drykkju á grænu tei í framhaldinu.
Rannsóknarhópur undir stjórn Dr. Nikolaos Alexopoulos komst að þeirri niðustöðu að neysla á grænu tei hefði mjög góð áhrif á virkni æðaþelsins en æðaþelið gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að hjarta og æðasjúkdómum.
Skert starfsemi æðaþelsins er lykilatriði í þróun æðakölkunar en þess má geta að heilbrigt æðaþel kemur í veg fyrir bólgusvörun í æðum og hamlar bæði þykknun æðaveggja og æðakölkunar.
Sjá má greinina í heild sinni hér
Þýtt og endursagt af www.escardio.org 23.07.2008