-Auglýsing-

Jól og áramót

Mynd/ Þórður Kristinn Sigurðsson
Mynd/ Þórður Kristinn Sigurðsson

Við hér á hjartalíf.is óskum lesendum okkar nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári um leið og við vonum að þið megið njóta friðar og gleði í hjörtum ykkar yfir hátíðarnar.

Í mínum huga eru jól og áramót tími þar sem fjölskyldur þjappa sér saman og eiga góða stund og gleðja ástvini með samveru yfir kakóbolla eða kjötbita.

Sumum verður hált á svellinu og á stundum reynir á veikburða hjörtu og álagið verður þeim um megn á þann hátt að leita verður aðstoðar.

Það er staðreynd að hjartaáföllum eða öðrum hjartavandamálum fjölgar gjarnan á hátíðisdögum og þar eru jól framarlega í flokki. Þetta er gott að hafa í huga fyrir okkur sem þurfum að hugsa um hvernig hjartanu líður, ganga hægt um gleðinnar dyr, njóta en þó í hófi. Það gleðilega er þó að fólk er meðvitaðra um að reykt og saltað er ekki besti vinur okkar hjartafólks og hagar mataræðinu í samræmi við það. Einnig hafa margir framleiðendur matvæla lagt sig fram um að minnka saltinnihald í sínum afurðum og er það vel.

Það verður þó að segjast eins og er að viðvarandi álag á bráðmóttöku veldur áhyggjum fyrir okkur hjartafólk. Sú staðreynd að öryggi sjúklinga sé ógnað er óásættanlegt með öllu og langtíma lausnir virðast ekki í sjónmáli. Ég verð því að játa að mér finnst að lokun Hjartagáttar við Hringbraut hafi verið skref afturábak, afhjúpað ráðleysi ráðamanna og hlítur að hafa aukið enn á vandann í Fossvogi.

Megið þið lesendur góðir eiga gleðilegt nýtt ár um leið og við þökkum fyrir það sem liðið er.

- Auglýsing-

Verum góð við hvort annað.

Björn Ófeigs

-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-