-Auglýsing-

Geta bætt og bjargað lífum

Á hverju ári þurfa nokkrir Íslendingar á líffæraígræðslu að halda en þörfin eftir líffæragjöfum hefur aukist síðustu ár. Svokölluð líffæragjafakort hafa ekki lagalegt gildi og er því talið að þörf sé á úrbótum á löggjöf um líffæragjafir.
Í hverju er líffæragjöf fólgin? Líffæragjöf felst í því að líffæri eru fjarlægð úr látinni manneskju og síðan grædd í sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma í þessum líffærum. Stundum er hluti nýra eða lifrar tekið úr lifandi fólki og grædd í sjúklinga.

Hverjir þurfa líffæraígræðslu? Allir þeir sem veikjast af alvarlegum sjúkdómum í nýrum, hjarta, lifur, lungum og brisi geta þurft á líffæragjöf að halda. Fyrir börn með meðfædda sjúkdóma getur ígræðsla verið það eina sem bjargar lífi þeirra. Á hverju ári þarfnast um það bil tíu sjúklingar á Íslandi líffæraígræðslu. Ígræðslurnar fara fram á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Þangað fara þau líffæri sem gefin eru hérlendis og eru þau hluti af norrænum líffærabanka.

-Auglýsing-

Í hvaða tilvikum kemur líffæragjöf helst til greina? Mikill meirihluti líffæragjafa kemur frá einstaklingum sem hafa látist vegna blæðingar eða blóðtappa í heila eða vegna mikilla höfuðáverka. Yfirleitt eru það einangraðar alvarlegar skemmdir á heilavef sem leiða til heiladauða á meðan önnur líffæri starfa um sinn. Líffæri verður að fást frá nýlátnum einstaklingi. Ekki er unnt að nýta líffærin nema í litlum hluta dauðsfalla en hver líffæragjafi getur bjargað allt að sex mannslífum. Mikill skortur er á líffærum til ígræðslu.

Hversu góður er árangurinn af líffæragjöf? Yfirleitt er árangurinn góður og líffæragjöf bætir lífsgæði. Margir geta lifað eðlilegu lífi með ígrædd líffæri.

- Auglýsing-

Fréttablaðið 04.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-