Einn þriðji mannkyns virðist vera með gen sem getur komið í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Rannsókn á tæplega 150 þúsund sjúklingum sýndi að sérstök tegund af CEPT-geni getur aukið magns góðs HDL-kólesteróls í blóðinu, en þetta kemur frá á fréttavef BBC. Breskar og hollenskar rannsóknir sem birtar hafa verið í tímariti Bandarísku hjartasamtakana sýndu fimm prósent færri hjartaáföll hjá fólki með þessi gen.
Sérfræðingar telja þessar niðurstöður gefa betri skilning á orsakasamhengi hjartasjúkdóma og ættu þær að auðvelda lyfjafyrirtækjum að finna lyf gegn þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hægt er að draga úr hjartasjúkdómum með því að hækka magn HDL-kólesteróls í blóðinu með lyfjum sem hafa áhrif á CEPT-genin.
Tilraun var gerð með þess háttar lyf árið 2006 en því hætt eftir að hjartasjúkdómar hjá þeim sem tóku lyfin jukust.
Vísindamenn eru þó enn á því að hægt sé að hafa áhrif á þessi gen með lyfjagjöf og þannig auka magn jákvæðs kólesteróls í blóðinu í von um að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.
www.visir.is 24.07.2008