-Auglýsing-

Gefa ráð vegna háskólasjúkrahússins

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is. Tuttugu manna ráðgjafarhópur hefur verið myndaður vegna undirbúnings fyrir hönnunarsamkeppni nýja háskólasjúkrahússins. Koma þar saman sérfræðingar úr ýmsum áttum. Hafa fjórir íslenskir sérfræðingar, sem starfa við sjúkrahús í öðrum löndum, fallist á að taka sæti í hópnum. Þeir eru Björn Flygenring, hjartasérfræðingur á Minneapolis Heart Institute í Bandaríkjunum, Kristján Tómas Ragnarsson, yfirlæknir endurhæfingardeildar Mount Sinai-sjúkrahússins í New York, Birgir Jakobsson, barnalæknir og forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, og Hulda Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstjóri Aker-háskólasjúkrahússins í Ósló.

„Það er mikill fengur að því að fá sjónarmið þessa fólks,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður nefndar um byggingu háskólasjúkrahússins. Hópurinn gengur undir nafninu lokarýnihópur og hefur það markmið að skoða með gagnrýnum hætti gögnin sem lögð verða til grundvallar í hönnunarsamkeppninni og gefa álit sitt og ábendingar, sem verða hafðar til hliðsjónar þegar gengið verður frá samkeppnislýsingunni.

Vanda allan undirbúning
Byggingarnefndin sem Inga Jóna veitir forstöðu hefur það verkefni að skrifa samkeppnislýsingu fyrir hönnunarútboðið sem á að fara í gang í sumar, að sögn hennar. Mikil undirbúningsvinna hefur staðið frá 2005 vegna þessa mikla mannvirkis og er búið að vinna öll grunngögn inn í þá samkeppnislýsingu. C.F. Möller, danska arkitektafyrirtækið, sem bar sigur úr býtum í skipulagssamkeppninni árið 2005, skilaði í febrúar sl. frumáætlun og er hún grunngagn við frágang samkeppnislýsingarinnar. „Markmið okkar á þessum síðustu metrum áður en samkeppnislýsing verður unnin er að fá að borðinu með okkur fólk sem býr að fjölbreyttri reynslu og kemur víða að,“ segir Inga Jóna.

-Auglýsing-

„Við leggjum líka áherslu á að hönnun verði lokið eins og kostur er áður en útboð verklegra framkvæmda hefst. Það er mjög mikilvægt að menn hafi glögga yfirsýn yfir kostnaðinn því þetta er risavaxið verkefni og verklagsreglur verða frá upphafi að taka mið af því að við getum fylgst mjög grannt með öllum útgjöldum.“

Í hnotskurn

» Fyrsti vinnufundur ráðgjafarhópsins er áætlaður 20. apríl næstkomandi.
» Nefnd um byggingu nýs háskólasjúkrahúss mun standa fyrir samkeppni um hönnun.
» Stefnt er að því að kynna vinningstillögu í samkeppninni í nóvember og jafnframt að undirrita samning um hönnun nýja háskólasjúkrahússins.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 10.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-