-Auglýsing-

Gaf Landspítala æðaskanna

Arnold Bjarnason hefur fært  Landspítala að gjöf háþróaðan kransæðablóðflæðimæli sem notaður verður við hjartaskurðlækningar. Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga, tók í vikunni við gjöfinni, sem er metin á 13 milljónir króna án virðisaukaskatts.

Tækið er nýjung sem eykur enn gæði kransæðahjáveituaðgerða og gerir aðgerðirnar öruggari fyrir sjúklingana.  Það heitir VeriQC TM og er frá fyrirtækinu MediStim. 

-Auglýsing-

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala gefur tækið háskarpa mynd af kransæðum, kransæðaþrengslum og æðatengingum sem gerðar eru í aðgerðinni og sýnir nákvæmlega árangur hverrar hjáveitu bæði varðandi blóðflæði og útlit æðatenginga. Það hjálpi því til við að ná hámarksárangri og lágmarka áhættu við kransæðaskurðaðgerðir, sem eru algengar hjartaskurðaðgerðir. 

www.mbl.is 27.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-