Fyrsti hjólatúrinn- Hjól fyrir hjartað

Auglýsing

Þá er komið að því að kynna fyrsta hjólatúrinn hjá okkur í verkefninu Hjól fyrir Hjartað hér á Hjartalif.is. Í samstarfi við Fjallahjólaklúbbinn höfum við fengið að fljóta með í þriðjudagskvöldferðirnar þeirra og í kvöld þriðjudaginn 25 júní förum við í fyrsta túrinn.

Við hittumst við aðalinnganginn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum  kl.19:30 í kvöld og hjólum saman. Fjallahjólaklúbburinn er með þessa hjólatúra öll þriðjudagskvöld yfir sumarið og frábært fyrir okkur að fá að fljóta með. Ýmist er hjólað eftir stígum, hjólabrautum eða við samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum. Við lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með öruggum hætti.

Skipulagið er með þeim hætti að veður, vindátt, færni og óskir þátttakenda ráða því hvert er hjólað hverju sinni og fullt tillit tekið til okkar hjartafólks. Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna. Þá hafa yngri börn komið með á tengihjólum eða þar til gerðum barnastólum. Þú mátt koma á hvernig hjóli sem er, fjallhjóli, götuhjóli eða rafmagnshjóli svo dæmi sé tekið.

Tryggvi Garðarson er umsjónarmaður þessara kvölda og leiðir hópinn. Enn og aftur, tekið er mið af getu hvers og eins því þetta á fyrst og fremst að vera skemmtilegt. Sjálfur ætla ég að mæta á rafmagnshjóli😊

Auglýsing

Hægt er að skoða viðburðin nánar á Fésbókarsíðu Hjartalíf.is. Þar er tilvalið að melda sig inn https://www.facebook.com/events/356268155276855/?event_time_id=356268165276854

Björn Ófeigs.