Foreldrar stúlku sem er yngsti hjartaþegi norður Írlands, biðla til fólks að íhuga það að gerast líffæragjafar.
Shannon Curran var bara 3ja mánaða þegar hún greindist með cardiomyopathy eða stækkun á hjarta.
Hún var svo veik að læknar voru hræddir um að hún myndi ekki lifa af ferð til Great Ormond Street spítalans í London til að gangast undir 7 klst. aðgerð til að bjarga lífi hennar.
En síðan eru liðnir níu mánuðir og hjartaskiptaaðgerðin gekk eins og í sögu. Litla stúlkan heldur núna upp á 1 árs afmælið sitt.
Til að halda upp á áfangann fóru foreldrarnir í heimsókn á Royal Belfast barnaspítalann til að þakka starfsfólkinu sem sá þar um litlu stúlkuna þeirra – og til að biðla til fólks um að gerast líffæragjafar.
Adrian, faðir hennar, sagði: “Hún var aðeins 6 vikna þegar hún varð veik. Hún var 13 vikna gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina. Þetta var hræðilegt, hræðilegur tími.”
Hjartasérfræðingurinn Dr. Brian Craig sagði ferðina á spítalann í London hafa verið mjög erfiða. “Hún á ótrúlegan hátt lifði af ferðina í sjúkrabíl til Great Ormond Street í London og lifði svo af aðgerðina sem þið hafið séð árangurinn af.”
“Hún hefur náð einstökum bata eftir hjartaskiptin. Í dag aðeins eins árs gömul hefur hún það mjög gott og er á mjög fáum lyfjum.”
Það bíða milli 5-10 sjúklingar eftir gjafahjarta á hverjum tíma í Norður Írlandi.
Þriðjungur þeirra deyr á meðan þeir bíða eftir hjarta.
Eftir þennan árangur hjartaskipta dóttur þeirra sögðu Donna og maðurinn hennar að þau óskuðu eftir því að fólk skráði sig sem líffæragjafa.
“Shannon er kraftaverkabarn. Hún hefði ekki lifað af ef það hefði ekki verið fyrir hjartagjafa”, sagði hún.
“Við viljum hvetja fólk til að skrá sig sem líffæragjafa og til að sjá tækifærin sem það með því getur gefið öðru fólki, þó tilefnið sé því miður sorglegt.”
Foreldrar litlu stúlkunnar segjast aldrei gleyma starfsfólkinu í Belfast og London sem gerði líf hennar mögulegt.
Þýtt og endursagt af BBC NEWS
-Auglýsing-