Baunir eru mjög próteinríkar og eru undirstaðan í fæðu margra grænmetisæta. Það eru margir kostir sem fylgja því að borða baunir og því ættu kjötætur líka að bæta þeim við mataræði sitt. Hér eru fimm helstu heilsufarslegu ávinningar þess að borða baunir samkvæmt Natural News.
1. Baunir geta haft góð áhrif gegn hjartasjúkdómum
Mataræði sem inniheldur mikið úrval af baunum, meðal annars baunabelgi, virðist hjálpa til við að halda hjartanu heilbrigðu og koma í veg fyrir sjúkdóma. Margar rannsóknir hafa sýnt lægra hlutfall hjartasjúkdóma hjá einstaklingum sem sögðust borða mikið af baunum. Ákveðin efni koma í veg fyrir slíka sjúkdóma og baunir innihalda mikið magn af þessum efnum.
2. Baunir geta haft góð áhrif gegn krabbameini
Eins og með hjartasjúkdóma, þá virðist krabbameinstilfellum í heiminum vera að fjölga. Það að borða mataræði sem inniheldur mikið af baunum getur mögulega minnkað líkurnar á því að fá krabbamein. Baunir innihalda mikið af efnum sem eru þekkt fyrir að berjast gegn krabbameini, þar á meðal phytosterols og isoflavones.
3. Baunir geta hjálpað til við að lækka kólestrólið.
Baunir eru ekki einungis góð uppspretta próteins heldur innihalda þær líka mikið af trefjum, en þeir eru taldir mikilvægir fyrir góða heilsu. Margir borða ekki nógu trefjaríkt mataræði til að tryggja góða heilsu þarmanna, en það að borða mataræði sem inniheldur mikið af baunum bjargar því. Þar að auki þá eru trefjar góðir til að hafa stjórn á kólestrólinu.
Rannsóknir hafa sýnt að 1/2 til 1 og ½ bolli af baunum innihaldi um 10 grömm af trefjum. Þetta er sama magn og sýnt hefur verið fram á að minnki LDL kólestrólið um um það bil 10%. Baunir innihalda líka mikið af efnunum phytosterols og saponins sem eru þekkt fyrir að lækka kólestról.
4. Baunir hjálpa til við þyngdartap
Baunir innihalda mikið af trefjum og trefjar eru mikilvægir fyrir þyngdartap þar sem það tekur líkamann lengri tíma að melta þá, sem lætur einstaklingnum líða söddum til lengri tíma. Trefjarnar í baunum verða líka til þess að blóðsykurinn fer hægar upp, sem kemur í veg fyrir skyndilega svengd og veitir einnig orku.
5. Baunir hjálpa til við að takast á við sykursýki
Baunir eru ákjósanleg fæða fyrir þá sem eru með sykursýki. Sökum sérstakrar blöndu af próteini og flóknum kolvetnum þá leysa baunir glúkósa hægt út í blóðið, sem gerir það auðveldara fyrir líkamann að aðlagast streyminu. Þetta er ástæðan fyrir því að baunir eru góð fæða fyrir þá sem eru með sykursýki, þá sérstaklega samanborið við mat sem inniheldur einföld kolvetni þar sem glúkósinn fer hratt inn í blóðið.
Þýtt og endursagt af Natural News.
Hanna María Guðbjartsdóttir.