-Auglýsing-

Ferðalög

1055986_77933911Það finnst flestum sjálfsagt að hendast á milli landa með skömmum fyrirvara og taka langa helgi. Sumir vilja þó panta í tíma og undirbúa sig vel og vandlega.

Svo eru það aðrir, fólk eins og ég sem finnst gaman að ferðast en þurfa bæði að skipuleggja ferðalagið vel og undirbúa sig undir það líkamlega af mikilli kostgæfni, vera duglegur að hvíla mig dagna fyrir flug og ferðast helst um miðjan daginn ef þess er nokkur kostur.

Ég var minntur á það núna þegar ég fór til Danmerkur fyrir nokkrum mánuðum að ég geng ekki heill til skógar og þarf að taka tillit til þess þegar ég er á ferðalögum.

-Auglýsing-

Vikuna fyrir flug var búið að vera mikið að gera þannig að ég hafði ekki hvílt mig eins mikið og ég hefði viljað og nóttina fyrir flugið fór ég heldur seint að sofa.

Á flugdaginn fann ég að ég var dasaður en hugsaði ekki svo mikið út í það. Eitt af mínum vandamálum þegar ég flýg er að vegna hjartabilunarinnar er súrefnisupptakan mín er heldur léleg, þ.e. ég nýti súrefni illa. Vegna þessarar þarf ég að láta lofttúðunua fyrir ofan mig vera galopna og blása stöðugt á mig og þannig finnst mér ég fái nægjanlegt súrefni. Einfaldir hlutir eins og að fara á salernið um borð í flugvél eru mér stundum erfiðir og ég verð mjög móður á klósettferðum og eftir mig þegar ég er sestur í sætið.

- Auglýsing-

Ég finn kannski ekki svo mikið eftir eftirköstum flugsins strax þegar ég er lentur fyrr en svo fer ég að finna fyrir þreytunni svolítið seinna, þá verð ég dasaður og hef mikla þörf fyrir að draga djúpt andann og og fylla lungun af súrefni og bæta líkamanum upp skortin á góðu lofti meðan á fluginu stóð.
Þegar ég var komin á áfangastað þá var hugmyndin að hvíla sig fyrir kvöldið þar sem við vinir mínir í Bøgehaven í Lysturup, þar sem ég bjó um þriggja ára skeið, ætluðum að hafa það huggulegt og spila okkar venjubundna póker um kvöldið. Að venju byrjuðum við með því að borða saman um og svo tók við spilamennska. Ég fór rólega í alla hluti og rétt dýfði tungu í snafsaglas en dreypti á einum og einum öl þar semég fann að ekki var allt með felldu.

Þegar leið á kvöldið fann ég betur og betur að líkami minn var ekki sáttur við lífið, það dró fljótt af mér, ég átti í erfiðleikum með að fylgjast með spilinu og var orðin svoítið fjarrænn, um hálftólf dró ég mig í hlé og fór að sofa.

Ég sofnaði fljótt en vaknaði tveim tímum síðar skjálfandi úr kulda og leið illa, nú var að koma í bakið á mér að ég hafði ekki hvílt mig nægilega vel og allt úr skorðum gengið.

Ég var greinilega með hita og við tók þriggja til fjögurra tíma törn með uppköstum, niðurgangi og öllu því sem því fylgir og þrátt fyrir tvær sængur var mér ískalt. Enn og aftur hafði ég verið minntur á að hjartabilun, PBC, Sjögren, þreyta og flugferð er ekki einfalt mál.

Nú á fjórða degi eftir að ég kom hingað er ég farinn að líkjast sjálfum mér og búinn að jafna mig að mestu á þessu. Þetta er mín reynsla af því að ferðast ef ég ekki passa vel upp á hlutina, sem ég gerði því miður ekki nægilega vel í þessu tilfelli.

Kv. Björn

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-