Mikil umræða hefur átt sér stað um sykur og skaðsemi hans. Margir eru þeirrar skoðunar að lýðheilsufræðingar hefðu á undanförnum áratugum frekar átt að berjast gegn sykurneyslu en neyslu á mettaðri fitu.
Gos, ávaxtasafi, sætindi og annar sykurhlaðinn matur eru allstaðar, en hversu hættulegar eru þessar vörur? Það er staðreynd að ef þessum vörum er neytt í óhófi, geta þessar sykurbombur valdið miklum heilsufarslegum vandamálum. Þetta er ekkert nýtt fyrir læknum og foreldrum víða um heim, en nú vill Svissneski bankin Credit Suisse blanda sér inn í umræðuna.
Bankinn, sem er með höfuðstöðvar sínar í Zurich hefur gefið út skýrslu og myndskeið þar sem þeir útlista alþjóðlega ógn eða hættu af völdum sykurneyslu . Í skýrslunni, „sykurneysla á krossgötum,“ og myndskeiðinu, „Sykur : Sætur með beisku eftirbragði, „Þar er vakinn athygli á mikilli aukningu tilfella sykursýki, offitu, afleiðinga þeirra og áhrif á hagkerfi heimsins.
.
Í myndskeiðinu er settar fram staðreyndir um neyslu sykurs og meðal annars tekin dæmi um krukkur með súrum gúrkum, sultu og brauð sem eru vörur uppfullar af sykri en með myndbandinu er ætlað að sýna hvernig sykri er bætt við nánast allt.
„Sykur er sætur, en eftirbragðið í heilbrigðis og efnahagskerfumkerfum heimsins er biturt, „segir sögumaðurinn í myndskeiðinu. „Kostnaður heilbrigðiskerfa heimsins er áætlaður $ 470.000.000.000.“ (470 milljarðar USD)
Í myndskeiðinu er bent á að Ameríka er leiðandi í heiminum í sykurneyslu. Að meðaltali neyta Bandaríkjamenn 40 teskeiða af sykri á dag. Næstir á eftir Ameríku eru Brasilía, Argentína, Mexíkó og Ástralíu með 30 teskeiðar að meðaltali á mann á dag. Meðaltalið annarsstaðar í heiminum er 17 teskeiðar á dag.
Til að setja þetta í samhengi mæla Amerísku hjartasamtökin ekki með meiri neyslu af sykri en sem nemur 6 teskeiðum af sykri fyrir konur og 9 teskeiðum fyrir karlmenn á dag.
Þess má geta að Íslendingar neyta 50 kílóa af sykri á mann á ári, veit ekki alveg hvað það útleggst á margar teskeiðar á dag, en það er mikið.
Í myndskeiðinu er bent á skattlagningu, svipaða og beitt hefur verið gegn tóbaki, sem eina lausn sem gæti hjálpað til í baráttunni við sykurinn og til að styðja við heilbrigðiskerfi heimsins.
„ … við getum ekki hunsað hinar stórkostlegu afleiðingar fyrir samfélagið og efnahagskerfi okkar lengur,“ segir Stefano Natella hjá Credit Suisse og höfundur rannsóknarskýrslunnar.
Hvað finnst þér um sykurneysluna, finnst þér þetta í lagi eða þarf aðgerðir, hverjar þá?
Þýtt og stílfært af LA Times.
P.S. Ekki gleyma að læka við okkur á Facebook